Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 11
Á fjárlögum þessa árs er veitt 116 milljörðum króna til heilbrigðis - og tryggingamála, en það samsvarar rúmri hálfri milljón á hvern lands- mann. Ráðherrann hyggst halda heilbrigðisþing í haust til að nýting fjármuna til þessara mála verði sem best í framtíðinni. Mynd:j.R. koma til greina að sameina þau tvö ráðuneyti sem þú sljórnar? Já, mér finnst koma til greina að sameina félagsmálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið. Ég geri mér að vísu ljóst að það yrði geysimikið ráðherraverk í þessu nýja ráðuneyti. Heilbrigðis- ráðuneytið er eitt af stærstu ráðu- neytunum og það krefst mikillar vinnu og eftir að hafa kynnst þremur ráðuneytum, þ. e. a. s. heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu, félagsmálaráðuneytinu og við- skiptaráðuneytinu þá er mér alveg Ijóst að þær aðferðir sem flokkarnir hafa þegar þeir skipta ráðuneytum sín á ntilli við stjórnarmyndanir eru gjörsamlega út í hött og fráleitar. Ráðherravinnan er afar misjöfn, en ég tel að vegna skyldleika þeirra ntálefna sem falla undir félags- málaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið geti vel komið til greina að sameina þau. Verða sjúkrasamlögin lögð niður? Getur þú nefnt einhver lagafrum- vörp á sviði heilbrigðismála sem rikisstjórnin eða ráðuneytið œtla að láta undirbúa í sumar og lögð verða fvrir alþingi í haust? Það eru fjöldamörg frumvörp sem eru í undirbúningi í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu sem verða ýmist lögð fyrir þing núna á vordögum eða þá í haust. Þau sem yrðu lögð fyrir þing fyrst meiri háttar mála eru annars vegar frumvarp um þjónustu við aldraða og frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar þannig að sjúkrasamlög verði lögð niður en öll sú þjónusta sem þau hafa veitt fari gegnum Trygginga- stofnun ríkisins. Hér er um að ræða löngu tímabæra lagfæringu að mínu mati. Auk þessara mála erum við með ýniis mál í undirbúningi og ég er viss um að Fréttabréf um heilbrigðismál mun gera grein fyrir þeim jafnharðan og þau breytast í veruleika. Heilbrigðisþing íslands haldið undir haustið Hver er boðskapur þinn að lok- um? Að lokum vil ég segja þetta: Meginvandi heilbrigðisþjónust- unnar á islandi hefur verið sá að smærri sjónarmið hafa ráðið of mikið ferðinni. Það hefur ekki ver- ið um að ræða fastmótaða heildar- stefnuskrá um aðgerðir á sviði heilbrigðis- og tryggingamála á undanförnum árum. Hér hafa átt sér stað verulegar sveiflur í þessurn efnum. Vissulega hefur oft verið myndarlega að hlutunum staðið en það þarf að móta skýra fram- kvænidastefnu. Með tilliti til þess að slíkt er nauðsynlegt og jafnframt með tilliti til þess hvað er nauðsyn- legt að samræma þá þjónustu sem fyrir er á þessu sviði þá höfum við ákveðið að haldið verði seint næsta sumar eða undir haustið heilbrigð- isþing tslands. Mér er kunnugt um að á undanförnum árum hefur komið fram verulegur áhugi á slíku þinghaldi af hálfu heilbrigðisstétt- anna og ég var ekki búinn að vera marga daga í heilbrigðisráðuneyt- inu þegar ég áttaði mig á því að heilbrigðisþing væri í raun og veru lykillinn að því að unnt væri að taka á þessum málum með ein- hverja heildarsýn í huga og heil- brigðisþingið verður sem sagl haldið núna undir haustið. Þar verður safnað hugmyndum og reynt að átta sig á forgangsröð verkefna. Síðan er ætiunin að í framhaldi af þinginu verði mótuð stefnuskrá í heilbrigðismálum til langs tíma — jafnvel til aldamóta — og að lögð verði fram á alþingi skýrsla um þessa stefnumótun þannig að þar og í stjórnmála- flokkunum fari fram sem víðtækust uniræða um þessi málefni og þau týnist ekki í þvargi af misjafnlega merkilegum toga. Það er okkar hlutverk sem störfum að heilbrigð- ismálum að halda þessurn máluni uppi í ljósið þannig að það fari ekki á milli mála hvað er að gerast og á að gerast á vegum heilbrigðisþjón- ustunnar. Um leið og við þökkum heil- brigðisráðherra greið svör við spurningum blaðsins skal ítrekað að Fréttabréf um heilbrigðismál mun hér eftir sem hingað til vera reiðu- búið að veita landsmönnum frœðslu um heilbrigðismál á þann hátt „að hún nái til sem flestra". -F- Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 1 1

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.