Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 18
1 2 Egilsstaðarannsóknin: Sjúkraskrár fyrir heilsugæslustödvar og tölvufærsla uppfysinga I grein þessarri verður sagt frá rannsókn á sjúkraskrám fyrir heilsugæslustöðvar og úrvinnslu upplýsinga úr þeim. Rannsóknin fór fram við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og hófst árið 1975. Hún var framkvæmd með styrk frá Norðurlandaráði, að tilhlutan norrænnar nefndar um staðtölu- gerð á sviði heilbrigðismála. Nefndin nefnist NOMESKO og hafa Islendingar tekið þátt í störf- um hennarsíðan 1974. Rannsókn þessi hefir leitt í ljós að unnt er án verulegrar fyrir- hafnar að skrá nákvæmlega öll Grein eftir Guðmund Sigurðsson samskipti íbúa á tilteknu svæði við heilsugæslustöð. Þessi skrúning getur orðið eðlilegur þáttur í starfi stöðvarinnar. Sjúkraskráin og upp- lýsingakerfið, sem rannsóknin hefur þróað virðist vera: — gagnlegt hjálpartæki við stundun sjúklinga - góð undirstaða upplýsinga um heilbrigðisástand íbúahópsins — góð undirstaða upplýsinga um heilsugæsluþjónustuna. Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferðir við að skrá, telja og flokka samskipti íbúa tiltekins svæðis við heilsugæslustöð. I þessu skyni var prófað: 1. Nýtt sjúkraskrárform fyrir heilsugæslu. 2. Notkun samskiptaseðils við skrásetningu upplýsinga um samskipti íbúanna og heilsu- gæslustöðvarinnar. 3. Gagnsemi og hagkvæmni þess að nota tölvu við skráningu, geymslu og úrvinnslu upplýs- inga. Starfssvæði heilsugæslustöðvarinn- ar á Egilsstöðum nær yfir ellefu sveitarfélög með um 2700 íbúa sam- tals. Þessir hreppar eru: Hlíða- hreppur (1), Jökuldalshreppur (2), Fljótsdalshreppur (3), Fellahreppur (4), Tunguhreppur (5), Hjaltastaða- hreppur (6), Borgarfjarðarhreppur (7), Skriðdalshreppur (8), Valla- hreppur (9), Egllsstaðahreppur (10) og Eiðahreppur (11). 18 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.