Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 5
Nauðsynlegt að móta
heilbrlgðismálastefnu
til langs tíma
- jafnvel til aldamóta
Rætt vlð Svavar Gestsson ráðherra
A'okkrum vikum eftir að ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen tók við
völdum gengum við á fund Svavars
Gestssonar, nýskipaðs heilbrigðis-
fáðherra, og lögðum fyrir hann
spurningar um stefnu stjórnarinnar i
heilbrigðismálum og viðhorf hans til
þessara mála.
Fórnarlamb hentistefnu?
Af málefnasamningi rikisstjórn-
arinnar er lítið hœgt að ráða um
hvaða stefnu þessi stjórn hefur í
heilbrigðismálum. Voru þeir sem
sömdu sáttmálann sammála um að
ástandið vœri viðunandi og litlu
þyrfti að breyta?
A undanförnum árum hafa ekki
verið miklar umræður um heil-
brigðismúl á vegum stjórnmála-
flokkanna á íslandi. Ég hygg að
umræður um heilbrigðismál hafi
I ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen er
það Svavar Gestsson (t. v.) sem
er ráðherra félagsmála og heil-
brigðis- og tryggingamála. Hann tók
við af Magnúsi H. Magnússyni (t. h.)
sem fór með þessa málaflokka í
vinstri stjórninni frá 1. september
1978 og síðan í minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins frá því í október 1979
til 8. febrúar 1980. Fyrrverandi og
núverandi heilbrigðisráðherrar hitt-
ust í Arnarhvoli daginn sem stjórn-
arskiptin urðu og var þessi mynd þá
tekin. Mynd: h. v.
yfirleitt þá tengst einstökum at-
höfnunt í þessum málaflokki, ann-
að hvort húsbyggingum eða að-
gerðum á einstökum sviðum eða
svæðum, fremur en að menn hafi
reynt að átta sig á vandamálunum í
heild. Ég tel að stjórnmálaflokk-
arnir hafi þannig brugðist mikil-
vægri skyldu, en skylda þeirra er sú
að fúst við alla helstu þætti þjóð-
lífsins, ekki aðeins þá sem haldið er
upp úr á hverjunt tíma af síðdegis-
blöðunt eða þeim sent hafa atvinnu
af því að framleiða áróður í land-
inu. Stjórnmálaflokkarnir eiga að
móta sér stefnu í hinum stóru
málaflokkunt og þeir eiga að vita í
hvaða forgangsröð þarf að sinna
verkefnunum á hverju sviði. Hafi
stjórnmálaflokkarnir ekki stefnu á
Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 5