Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 20
FORM
SAMSKIPTA
1977
KOMAÁSTOFU
63,9%
VITJUN 4,4%
SÍMTAl
16,1%
ONNUR SAMSKIPTI
(OFTAST SAMSKIPTI VIÐ
MILLIGÖNGUMANN)
15,6%
... geta verið undirstaða rann-
sókna og kennslu.
Sjúkraskráin þarf að standast
þessar kröfur á þann hátt að hún
spilli ekki trúnaði milli sjúklings og
heilbrigðisstarfsmanns. Sum þess-
ara atriða uppfylla flestar sjúkra-
skrár en þegar kemur að öðrum
bregst hefðbundin sjúkraskrá. Við
sumum þeirra verður ekki orðið
nema með því að nota nútíma að-
ferðir við gagnavinnslu.
Nýja sjúkraskráin sem tekin var í
notkun byggist á svonefndum
„Problem Oriented Medical Re-
cords“. Hún er að tvennu leyti frá-
brugðin hefðbundinni sjúkraskrá
sjúkrahúsa, því að notaður er svo-
nefndursamskiptaseðill, og færð er
sérstök heilsuvandaskrá.
Samskiptaseðill er fylltur út í
hvert skipti sem íbúi á samskipti
við heilsugæslustöðina. Seðillinn er
einnig notaður til þess að skrá aðrar
upplýsingar, t.d. úr læknabréfi. Er
aldrei skráð í sjúkraskrána án þess
að fylla út slíkan seðil. Meðal
þeirra atriða af samskiptaseðlinum
sem skráð eru í tölvu eru tilefni
samskiptanna (frá sjónarmiði íbú-
ans), sjúkdómsgreining og úr-
lausnir (rannsóknir, meðferð).
Heilsuvandaskráin er efnisyfirlit
sjúkraskrárinnar. Þar eru skráð öll
vandamál sem vitað er um, tengd
heilsufari íbúans.
Tölvuskráning hefir farið fram á
þann hátt að í Heilsugæslustöðinni
á Egilsstöðum hefur verið notuð
lítil tölva, þar sem hægt er að skrá
upplýsingar og geyma á snældu
(kasettu). Þessar upplýsingar hafa
síðan verið sendar gegnum síma
(sem hljóðmerki) til Reykjavíkur
þar sem fengin hafa verið afnot af
tölvu Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélags íslands. Þar hafa upp-
lýsingar verið geymdar og úr-
vinnsla farið fram.
Grundvöllur þessarar skráningar
er þjóðskráin. Hafa verið teknar út
þjóðskrárupplýsingar um íbúa á
starfssvæði Heilsugæslustöðvar-
innar á Egilsstöðum og eru allar
upplýsingar sem skráðar eru
tengdar þeim. Það er grundvallar-
atriði í skráningu og úrvinnslu, að
geta heimfært allar upplýsingar til
ákveðins hóps og gerir þetta allar
niðurstöður marktækari. Tölvu-
skráning tekur einungis til íbúa
með lögheimili á starfssvæði
stöðvarinnar.
Skráning eins og hér hefur verið
lýst hefir nú farið fram á Egilsstöð-
Af 2673 íbúum á starfssvæði Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Egilsstöðum
áttu 2103 íbúar samskipti við stöðina
árið 1977. Af þeim voru 158 lagðir
inn á sjúkrahús, þar af 74 annars
staðar en á Egilsstöðum (40 á
Reykjavíkursvæðinu).
um síðan 1. júlí 1976. Hefur verið
safnað miklum upplýsingum sem
ekki hefur verið unnið úr nema að
litlu leyti, enda var viðfangsefni
rannsóknarinnar fremur að þróa
aðferðir við skráningu og úrvinnslu
heldur en efnisleg úrvinnsla á öll-
uni upplýsingum.
Til fróðleiks eru birtar hér
nokkrar töflur með niðurstöðum
skráningarinnar. Þær eiga að gefa
hugmynd um þá fjölmörgu mögu-
leika á upplýsingum sem skráning-
in býður upp á.
Heildarfjöldi samskipta árið
100 100
80 v ..•• v; X\ karlar \ 80
60 60
40 HLUTFALL ÍBÚA í HVERJUM ALDURSHÓP 40
SEM ÁTTU SAMSKIPTI VIÐ
20 HEILSUGÆSLUSTÖÐINA ÁRIÐ 1977 20
0- 9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80 +
20 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980