Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 30
Yfirlitsmynd af neðstu hæðinni sem hýsa mun krabbameinslækninga- deild og ísótópastofu. allt að tuttugu sjúklinga í skoðun, meðferð eða hvíld á hverjum tíma. Á þessari hæð verður einnig nýr inngangur fyrir göngudeildina. Á fyrstu hæð í austurenda verður aðstaða til sérstakra geislagrein- ingaraðgerða. inngangur að bráða- lyflæknisdeild og meðferðarher- bergi, daggæsludeild og næturmót- taka. Fyrstu árin mun vesturendinn hýsa meinefna- og blóðmeina- fræðideildir en þegar bygging A hefur risið (í skýrslunni er það talið næsta verkefni í forgangsröð ný- bygginga) mun þessi hluti hæð- arinnar verða endurbúinn fyrir röntgendeild. Á annarri hæð er gert ráð fyrir sex skurðstofum, skurðstofudauð- hreinsun, tíu rúma uppvakninga- stofu og tíu rúma gjörgæsludeild. Eins og að framan segir eru þetta tillögur Weeks og félaga og geta þær enn átt eftir að taka breyt- ingum áður en byggingafram- kvæmdir hefjast. Verður reynt að fylgjast með framvindu þessara mála næstu mánuðina og birta fréttir af því hér í blaðinu, enda er þessi K-bygging talin forsenda þess að bæta megi aðstöðu til krabba- meinslækninga hér á landi I nán- ustu framtíð. -y>. □SŒSEO QOH33I1 JAJ SaúHPaaAÖ VESTURBÆJAR LYFJABÚÐ APÓTEK BREIÐHOLTS Melhaga 20—22. Reykjavík Arnarbakka 4—6, Reykjavík 30 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.