Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 6
HJARTAÞRÆÐINGAR A LANDSPÍTALANUM OG HJARTAAÐGERÐIR A ISLENDINGUM GERÐAR ERLENDIS 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1 983* Hjartaþræöingar alls ... 47 86 73 52 66 67 84 95 131 180 172 247 274 414 - þar af röntgenmyndir* * . . 33 59 44 32 49 50 65 76 104 171 159 232 254 405 - - þar af kransæóar ... - 4 7 14 16 25 46 74 139 125 195 230 359 Hjartaaögerðir alls .... 12 24 35 30 29 25 39 38 46 53 66 51 91 110 158 - kransæðasjúkdómar .... 1 - ~ - 4 5 8 10 13 23 35 28 71 77 132 - meðfæddir hjartagallar 3 12 24 18 16 11 19 19 24 20 18 15 12 20 10 - lokugallar 7 9 8 5 8 6 9 6 7 10 12 7 _8} 13 16 - aðrar aógerðir 1 3 3 7 1 3 3 3 2 1 1 Kransæðaaðgerðir sem hlutfall af kransæðaþræóingum 57% 36% 50% 40% 28% 31% 25% 22% 36% 33% * Bráðabirgfiatölur (þræðingar til 1. des., aðgerðir til 15. nóv.) **35mm kvikmyndir. Upplýsingar frá Árna Kristinssyni, Einari Jonmundssyni, Grétari Ólafssyni, Kristjáni Guðjónssyni og Þórði Harðarsyni. tekið til starfa fyrr en í ársbyrjun 1985. Matthías sagði: „Persónulega er ég jákvæður gagnvart því að hefja hjartaskurðlækningar á Landspítal- anum sem allra fyrst. En ég tel, eins og málum er háttað nú, að brýnna sé að verja fjármunum til að gera rann- sóknastarfsemi í sambandi við kransæðaskoðanir öruggari . . . Eg legg á það höfuðkapp vð afgreiðslu fjárlaga að þessi rannsóknatæki séu keypt . . .“ Hann nefndi síðan aðrar hliðar á málinu og sagði: „Eg þekki líka af eigin reynd hvað það er að fara sjúkur til annarra landa. Það hefur sína vankanta." Ráðherrann gat loks um önnur mál sem eru ekki síður aðkallandi, fyrst og fremst „krabbameinslækningar sem hefur dregist allt of lengi að huga að og hafa setið á hakanum'" svo og aukning á starfsemi bæklunar- deildarinnar. Davíð Aðalsteinsson sagðist vera „fylgjandi því að það yrði ýtt hressi- lega á eftir málinu." Kostnaðurinn við að senda liðlega hundrað sjúkl- inga utan á liðnu ári var 20-30 millj- ónir króna, að sögn þingmannsins. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að verið væri að þróa nýjar lækningaaðferðir varðandi hjarta- sjúkdóma en forsenda fyrir beitingu þeirra væri að hægt yrði að grípa til skurðlækninga ef þannig stæði á. Eiður Guðnason sagði að ekki væri um það að villast að sú kunnátta og þekking sent er forsenda aðgerða af þessu tagi væri fyrir hendi hér. Hann sagði þing- flokk Alþýðuflokksins telja það ein- hverja skynsamlegustu fjárfest- inguna á sviði heilbrigðisþjónustu að taka hér upp hjartaskurðlækning- ar, og ekkert væri því til fyrirstöðu. Stefán Benediktsson minnti á ný- lega ályktun Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna þar sem þeir telja engin rök „mæla með því að kaupa lengur þjónustu á sviði kransæða- skurðlækninga í öðrum löndum." Guðmundur Einarsson ræddi um mannlegu sjónarmiðin: „ . . . hér gefst okkur færi á að létta angist og þjáningar fólks sem hefur nóg af fyrir. Það er náttúrlega mælikvarði um siðmenningu þjóðar hversu fús hún er að létta þjáningar sjúkra og aldraðra og ég held að hérna ættum við að leggjast á eitt.“ Guðrún Agnarsdóttir sagðist hafa starfað á sjúkrahúsi í London þar sem margir íslendingar komu í hjartaskurðlækningar. Hún sagði: „Þess vegna get ég af eigin reynslu dæmt um það að því fylgir mikið aukaálag og áhyggjuefni, ekki bara fyrir sjúkling heldur líka fyrir að- standendur, að þurfa að gangast undir stóra skurðaðgerð á erlendri STUÐNINGUR YKKAR ER OKKARVOPN Krabbameinsfélagió & |4 6 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.