Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 15
Umferðarslys sem dánarorsök: Helmingur látinna yngri en 25 ára 1983. í kjölfar áróðurs fyrir notkun bílbelta í sumar er urn annar hver ökumaður og farþegi í framsæti far- inn að nota belti. Svo virðist sem belt- in séu meira notuð í þjóðvegaakstri en í innanbæjarakstri, og minnst á litlum þéttbýlisstöðum. —jr. Mænuskaðaðir: Löng meðferð Á norrænu umferðarslysaráð- stefnunni kynnti Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfari á Endurhæfingardeild Borgarspítalans, athugun á 63 manns sem höfðu komið á spítalann með mænuskaða á árunum 1973 — 83. Rúmur helmingur þeirra, eða 32 manns, hafði lent í umferðarslysi, þar af 20 í bílveltu úti á þjóðvegi. Flestir voru undir þrítugsaldri. Meðaldvalartími þessa fólks á sjúkrahúsi var 10,2 mánuðir en nær fimmti hver var þar í meira en eitt ár. Aðeins einn þeirra sem lentu í umferðarslysunum hafði verið með bílbelti og var það rangt notað. -jr. Umterðarlæknis- fræðifélagið: Strangari lög Umferðarlæknisfræðifélag ís- lands, sem stofnað var í ntars, hefur lagt tillögur fyrir nefnd þá sem vinn- ur að endurskoðun umferðarlaga. Félagið leggur til að notkun bílbelta í aftursætum bifreiða verði lögbundin og beitt verði sektum ef út af er brugðið, hertar verði kröfur um ökukennslu og aukin viðurlög ef ekið er á gangandi vegfarendur á gangbraut. Þá vill félagið að há- markshraði í íbúðahverfum verði lækkaður í 35 km á klst. og að skylt verði að nota ökuljós á hvaða tíma sólarhrings sem er. Að því er varðar vélhjól leggur félagið til að ökuljós verði notuð allt árið, lágmarksaldur ökuréttinda á létt bifhjól verði 16 ár í stað 15 ára, og að gerðar verði meiri kröfur en nú til þeirra sem fá slík réttindi. Loks leggur félagið til að lágmarksaldur barna sem mega vera á reiðhjólum í umferðinni hækki úr 7 árum í 9 ár. Síðan bílaöldin gekk í garð hafa um níu hundruð íslendingar látist í umferðinni. Fyrsti bíllinn kom til landsins sumarið 1904, næsta ára- tuginn bættust örfáir við, en árið 1924 voru orðnir um 300 bílar hér á landi. Fyrsta banaslysið í bílaumferðinni mun hafa orðið sumarið 1916. Fram undir 1940 urðu slysin flest fimm á ári, en sum árin lést enginn í um- ferðarslysum (síðast bar slíkt við árið 1935). Mikil breyting varð á fimmta áratugnum og síðan má segja að ekkert lát hafi verið á þess- ari öldu umferðarslysa. Síðustu tvo áratugina hafa banaslysin í umferð- inni orðið flest 39 árin 1975 og 1977, en fæst voru þau árið 1968, 11. Miðað við 100.000 íbúa var dánar- Banaslysin í umferðinni: ALDURSSKIPTING LÁTINNA Fjöldi látinna í hverjum aldursflokki árin 1976-80 (alls 100 karlar og 38 konur) Karlar Konur HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.