Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 19
Slysntífinin cr hæst hjá átján ára pilt- um. Átjándi hver þcirra slasast í um- ferííinni á aðcins cinu ári. Skipting heildarhóps slasaðra cftir kyni og aldri, /niðað við þúsund í hverjum aldurshópi. Hæst cr slysa- tíðnin hjá 15—19 ára. hérlendis væri ölvun fátíð sem ein af orsökum umferðarslysa. Árekstrar algengastir. Sé fjölda slasaðra skipt eftir eðli umferðar- slysa sést að mikill meirihluti slasað- ist í árekstrum (1243 af 1882), þar af tæpur helmingur vegna árekstra ólíkra vegfarenda (t. d. bíll ekur á gangandi vegfaranda) og rúmur helmingur vegna árekstra milli sams konar vegfarenda. Alls slösuðust 639 án þess að um árekstur væri að ræða. Hclmingur í bílum. Um 56% þeirra sem slösuðust voru í bíl- um (tæpur helmingur voru öku- menn), 19% gangandi, 18% á reið- hjólum og 7% á vélhjólum. Af þeim farþegum sem slösuðust í bílum var rúmur helmingur í framsæti en tæp- ur helmingur í aftursæti. Ekki varð séð að þeir sem voru afturí slösuðust minna en hinir. Arið 1975 var mjög sjaldgæft að fólk notaði bílbelti. Munur á kynjum. Þrír fimmtu af heildarhópi slasaðra voru karlar. í sumum aldurshópum var hlutur þeirra þó enn stærri. Karlar voru í meirihluta í öllum vegfarendahóp- um nema sem farþegar í bílum. Af þeini sem slösuðust mest voru karl- arnir tvöfalt fleiri en konurnar. Á úllum aldri. Þeir yngstu sem slösuðust í umferðinni voru á fyrsta ári en þeir elstu á ní- ræðisaldri. Rúmur helmingur þeirra sem slösuðust voru yngri en tvítugir. Hvort sem litið er á raunverulegan fjölda þeirra sem slösuðust eða hlut- fall af íbúafjölda á höfuðborgar- svæðinu nær slysatíðnin hámarki í hópi 15-19 ára. Sé þeim hópi skipt í einstök aldursár og kyn kemur í ljós að nteira en 5% útján ára pilta slas- ast í umferðinni á einu ári, eða nær átjándi hver. Slys á ökumönnum bíla náðu hámarki við 18 ára aldur en ökumenn vélhjóla voru flestir 15 ára. Langflestir þeirra sem slösuðust á reiðhjólum voru 5-14 ára, og tíðni slysa á gangandi vegfarendum var hæst meðal barna og unglinga, hámarkið var í 5 —9 ára aldurshópn- um. Slys á gangandi vegfarendum Línuritið sýnir hvcnær árs slysin urðu, cn það er breytilcgt eftir veg- farcndahópum. HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.