Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 24
þreyta, eða slen, lystarleysi og megr-
un, hitavella, nætursviti og kláði eru
meðal þeirra almennu einkenna sem
sjúklingurinn getur fundið fyrir
sjálfur. Með almennum einkennum
er átt við að ekkert þeirra er sérein-
kenni fyrir Hodgkins sjúkdóm eða
önnur lymfoma og getur verið af allt
öðrum ástæðum. Oftast er þó eitt-
hvert einkenni sem leiðir sjúkling-
inn til læknisskoðunar. Sjúkdómur-
inn getur þó einnig greinst fyrir til-
viljun hjá einkennalausu fólki.
Vakni grunur hjá lækninum um
að eitlastækkun sé alvarlegs eðlis
eru fyrstu viðbrögð hans að stað-
festa sjúkdómsgreiningu. Til að geta
kveðið upp slíkan úrskurð þarf að
rannsaka sýni úr viðkomandi eitli
undir smásjá. Sýni er oft tekið með
skurðaðgerð en einnig má fá hald-
góða vísbendingu um eðli eitla-
stækkunarinnar með fínnálará-
stungu. Sýnin sem þannig fást eru
síðan tekin til sérstakrar meðferðar,
m. a. lituð með vefjalitum sem
draga betur fram margvísleg ein-
kenni í byggingu frumnanna þegar
þær eru skoðaðar í smásjá. Sýnistak-
an og formeðferð sýnanna er oft
ranglega nefnd ræktun í daglegu tali
og ruglað saman við meðferð huldu-
sýkla svo sem gerla og baktería.
Gefi vefjagreining eitilsins sönn-
un þess að um Hodgkins lymfoma sé
að ræða er næsta skref að kanna
útbreiðslu sjúkdómsins. Fyrst er
hugað að ytri eitlastöðvum sem
læknirinn nær til með þreifingu, á
hálsi í holhöndum og í nárum. Djúp-
læg eitlakerfi eru rannsökuð með
röntgenmyndun. Slík eitlakerfi og
viðeigandi sogæðar eru þá sérstak-
lega einkennd með skuggaefni sem
auðveldar greiningu hugsanlegra
eitlabreytinga við skoðun á röntgen-
filmum. Auk nákvæmrar leitar í
eitla- og sogæða kerfum líkamans er
leitað sjúkdóms í öðrum vefjum og
líffærum. Sýni eru tekin úr bein-
merg. Uppskurður á kviðarholi er
framkvæmdur til að ná sýni úr lifur
og þreifanlegum eitlum eða grun-
samlegum breytingum og miltað er
fjarlægt. Sérstök röntgenmyndun af
lungum og nýrum er gerð, en ástand
líkamsbeina kannað með geislavirk-
um efnum. Nú á síðustu árum hafa
tölvustýrð sneiðmyndatæki einnig
verið nýtt við leit að útbreiðslu
Hodgkins sjúkdóms. Ýmsar blóð-
og þvagrannsóknir eru gerðar til að
fá vísbendingu um almennt ástand
eða starfsemi einstakra líffæra.
Hér hafa verið nefnd helstu atriði
er til þurfa við greiningu Hodkgkins
sjúkdóms og könnun á útbreiðslu
hans. Þegar heildarmynd sjúkdóms-
ins fer að skýrast er mál að huga að
og skipuleggja læknismeðferð hans.
Lengi hefur verið ljóst að máttur
skurðlækninga má sín ekki til lækn-
ingar lymfoma. Uppgötvun röntgen-
geislans um síðustu aldamót og ár-
angur tilrauna til að beina honum
gegn illkynja eitlameinum vakti í
upphafi nánast hömlulausa bjart-
sýni. Sú bjartsýni var þó ekki á
traustum grunni byggð, og var bæði
um að kenna þekkingarskorti á
dreifingu sjúkdómsins og orkurýrð
geislalækningatækjanna. Um miðja
þesa öld voru háorku geislalækn-
ingatæki tekin í notkun samfara því
að skilningur á vaxtareðli og hegðun
sjúkdómsins jókst. Árangurinn lét
ekki á sér standa og lífshorfur juk-
ust. Eftir heimsstyrjöldina síðari, en
einkum á sjötta og sjöunda áratugn-
um komu á markaðinn lyf sem
reyndust árangursrík í baráttunni
við lymfoma og önnur illkynja mein.
Það er til marks um skilnings-
skort manna á eðli þessa sjúkdóms
að árin 1911 — 1940 var „Hodgkins-
veiki“ flokkuð í íslenskum heil-
brigðisskýrslum með sjúkdómum í
blóði, eitlum eða milta en ekki með
illkynja sjúkdómum. Þessa þrjá ára-
tugi er vitaö um tvo Islendinga sem
létust af völdum „Hodgkinsveiki".
Árin 1941-1950 dóu 15 manns úr
„Hodgkinsveiki" sem þá var talin í
hópi næmra sjúkdóma er sótt-
kveikjur valda, samkvæmt alþjóð-
legri sjúkdómaskrá frá 1938. Það
var ekki fyrr en með nýrri sjúk-
dómaskrá, sem tekin var upp hér á
landi 1951, að þessi sjúkdóntur er
talinn til krabbameina og er nefndur
„Hodgkinssjúkdómur". Á sjötta
áratugnum létust 24 Islendingar úr
sjúkdómnum og 27 rnanns á þeim
sjöunda. Þessar tölur segja þó lítið
um hversu algengur sjúkdómurinn
var á fyrri hluta aldarinnar þar eð
greiningarmoguleikarnir og ná-
kvæmni skráningar voru ekki í eins
góðu formi og nú er.
Skráning nýgreindra sjúkdómstil-
fella gefur einnig betri mynd af ást-
andinu heldur en dánartölur. ís-
lenska krabbameinsskráin segir okk-
ur að 5 manns greinist að meðaltali
árlega með Hodgkins sjúkdóm hér á
landi, þar af 2 konur. Á aldarfjórð-
ungi, 1956—80, var þessi sjúkdómur
24 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983