Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 18
Umferðarslysin og
afleiðingar þeirra
eru stærra vandamái
en áður var talið
Grein eftir Bjarna Torfason
Umferðarslys er það nefnt þegar
eðlilegt samspil manns, ökutækis og
umhverfis raskast, þannig að meiðsl
hljótast af. Slysin í umferðinni hafa
valdið mönnum vaxandi áhyggjum
hérlendis. Miklum fjármunum er
varið til lækninga, endurhæfingar og
tryggingabóta. Mikið fjárhagslegt
tjón er einnig fólgið í vinnutapi,
vegna heilsubrests og dauða, en þján-
ing og ástvinamissi verður aldrei hægt
að meta til fjár.
Unnt ætti að vera að fækka um-
ferðarslysum og draga úr meiðslum,
en til þess þurfa að liggja fyrir ýtar-
legar upplýsingar um sem flesta
þætti umferðarmála, en á það hefur
þótt skorta, a. m. k. til skamms
tíma.
Um helmingur þeirra sem slösuðust í
umferðinni árið 1975 og komu á
Slysadeild Borgarspítalans höfðu
slasast í bílum, en tæpur hclmingur
þess hóps voru ökumenn.
Höfundur þessarar greinar tók að
sér, fyrir þremur árum, rannsókn á
þeim umferðarslysum sem skráð
voru á Slysadeild Borgarspítalans á
eins árs tímabili. Fyrir valinu varð
árið 1975 og ákveðið var að kanna
sérstaklega afleiðingar alvarlegustu
slysanna til ársins 1980. Skýrsla um
rannsóknina kom út í árslok 1983
(sem fylgirit við Heilbrigðisskýrslur
á vegum Landlæknisembættisins) og
verður hér getið uin helstu niður-
stöður.
Fjöldinn. Rannsóknin náði til
þeirra íslendinga sem komu eða
komið var með á Slysadeild Borgar-
spítalans árið 1975 vegna umferðar-
slysa. Með umferðarslysum er átt
við slys á fólki af völdum ökutækja á
hreyfingu, á vegi eða á leið út af
vegi. Rannsóknarhópurinn taldi
1882, þar af 1645 sem áttu lögheimili
á höfuðborgarsvæðinu. Það svarar
til 1409 slasaðra á ári af 100.000
íbúum, eða 1,4%. Svipuð tíðni var í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mos-
fellssveit.
Flest á haustin. Flest umferðarslys
urðu um haustið, um 200 á mánuði í
ágúst, september og október en að-
eins um 100 á rnánuði í desember,
janúar og febrúar. Árstíðasveiflurn-
ar voru mismunandi eftir vegfar-
endahópum. Þannig slösuðust þeir
sem voru varðir vegfarendur (öku-
menn og farþegar í bílum) lang oft-
ast í ágúst, september og október.
Flest vélhjólaslys urðu í apríl og okt-
óber. Helmingur reiðhjólaslysanna
varð í maí, júní og júlí. Slys á
gangandi vegfarendum urðu flest í
mars, september og október.
Ölvun fátíð. Ölvun var skráð or-
sök umferðaslysa í 5,5% tilfella og
algengust í slysum á gangandi veg-
farendum eða 10%. Þegar varðir
vegfarendur áttu í hlut var ölvun
talin orsök í 5% tilvika en fátíðari
við slys á vélhjólum, 3%, og á
reiðhjólum, innan við 1%. Þetta er í
samræmi við eldri ályktanir um að
Þessi tafla sýnir hvernig heildarfjöldi
slasaðra skiptist eftir tegundum slysa
og vegfarendahópum. Sem dæmi má
nefna að 59 manns sem voru á reið-
hjólum slösuðust í árekstrum við
bíla, en enginn slasaðist í bílum sem
lentu í árekstrum við vélhjól, reið-
hjól eða gangandi vegfarendur. Mcð
einföldum slysum er átt við slys þar
sem aðeins einn aðili á hlut að
máli.
SLASAÐIR 1 UMFERÐINNI 1975 EFTIR VEGFARENDAHÓPUM
Ökutæki sem hinn
slasaói var í/á
Bill Vél- Reið- Gang- Annað
h jól h jól andi Alls
Einfalt slys 279 69 274 0 17 639
Árekstur viö bíl 666 67 59 286 5 1083
viö vélhjól 0 0 1 18 0 19
vió reiðhjól 0 0 4 27 0 31
við gangandi 0 3 2 0 0 5
viö annað 78 0 5 22 0 105
Alls 1023 139 345 353 22 1882
18 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983