Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 27
Einstofna mótefni Uppgötvun einstofna mótefna eða „monoclonal antibodies“ felur í sér verulegt framfaraskref í hagnýtri ónæmis fræði og gæti m. a. komið að gagni við greiningu og meðferð krabbameins Grein eftir dr. Helgu Ögmundsdóttur 5. Tölvuskráning í samráði við Krabbameinsskrá íslands og yfir- lækna viðkomandi deilda, fyrir alla sjúklinga sem vistast á Landspítalanum með illkynja sjúkdóma. 6. Ráðgjöf og fræðsla fyrir íslenzka lækna og annað starfsfólk heil- brigðisstétta um meðferð illkynja sjúkdóma. 7. Rannsóknarvinna á sviði krabba- meinsfræða og samvinna á því sviði við aðrar deildir spítalans. 8. Kennsla læknastúdenta í sam- vinnu við læknadeild Háskóla íslands. III Ráðinn verði sérstakur yfirlæknir að deild þessari sem jafnframt er for- stöðulæknir hennar. Yfirlæknirinn ber ábyrgð á starfsemi deildarinnar gagnvart stjórnendum spítalans samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu. Hann skal hafa sérfræði- leyfi í krabbameinslækningum. Jafn- framt verði ráðnir að deildinni sér- fræðingar í krabbameinslækningum og annað sérhæft starfsfólk. Svo sem að ofan greinir er hér gert ráð fyrir stofnun sjálfstæðrar krabbameinslækningadeildar með eigin forstöðulækni. Eins og fram kemur í kaflanum um hlutverk deildarinnar er henni ætlað að hafa forgöngu um samstarf þeirra aðila sem fást við lækningar og rannsókn- ir sjúklinga með illkynja sjúkdóma á Landspítalanum. Hins vegar er gert ráð fyrir því að á þeim deildum þar sem nú þegar fara fram lækningar illkynja sjúk- dóma svo sem á kvennadeild, skurð- lækningadeild, barnadeild og lyfja- deild (blóðmeinafræði og fleira) verði þær áfram undir stjórn og á ábyrgð lækna viðkomandi deilda.“ Undir þessa tillögu skrifudu allir sjö stjórnarmenn læknaráðs Landspítal- ans, en formadurþess er Magnús Karl Pétursson. Yfirlæknisstaðan var sídan auglýst, med umsóknarfresti til 15. desember 1983, og þrjár stödur sérfrædinga med umsóknarfresti til 5. janúar 1984. Flestir kannast við það, að ef þeir hafa fengið svokallaða barnasjúk- dóma einu sinni geta þeir ekki sýkst af þeim aftur, þ. e. þeir eru ónæmir fyrir þessum sjúkdómum það sem eftir er ævinnar. Þetta fyrirbæri skýrist af starfsemi ónæmiskerfisins. Fegar fólk fær t. d. mislinga eða hettusótt bregst ónæmiskerfi líkam- atis við með því m. a. að framleiða mótcfni. Slík mótefni eru sérvirk þ. e. þau bindast eingöngu því áreiti (niislingaveiru eða hettusóttarveiru í dæminu) sem vakti viðbrögðin í upphafi. Mörgum árum eftir slíka sýkingu má enn mæla þessi mótefni í blóði og eru þau vísbending um að einstaklingur hafi fengið þá sýkingu, en jafnframt veita mótefnin vörn gegn endursýkingu. Mótefni hafa ýmsar verkanir, sem byggjast á hæfni þeirra til að bindast áreitinu, en einnig geta þau virkjað aðra þætti og fruniur ónæmiskerfisins, og má kalla þetta afleiddar verkanir mót- efna. Þegar mótefni bindast yfir- borði veiru er komið í veg fyrir að veiran geti sest á frurnur líkamans og sýkt þær. Með því að tengjast bakteríum gera mótefni þær að auðveldari bráð fyrir átfrumur lík- amans. Mótefni geta fest sig á yfir- borð frumna sem eru líkamanum framandi (t. d. við blóðgjöf af röng- um flokki) og virkjað ýmsa þætti og Mótefni e3a inimúnóglóbúlín eru samsett mólekúl, gerS úr fjórum kcSjum, þ. e. tveimur þungum og tveimur léttum. Þessum keSjum er haldiS saman á nokkrum stöSum meS þvertengingum. Sú hluti móle- kúlsins, sem inniheldur báSar léttu keSjurnar og hluta af hvorri þungri keSju (Fab-endinn) er sá, sem bind- ur antigeniS og þess vegna sá hlutinn sem er frábrugSinn milli mismun- andi mótefna. Fc-endinn er gerSur úr hluta af hvorri þungri keSju, er lítt breytiíegur og miSlar afleiddum verkunum mótefna. HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.