Samtíðin - 01.09.1937, Page 10
6
SAMTÍÐIN
Jíí ínujfytmaJi,
Enjfinn er það gamall, að hann haldi ekki, að hann geti lifað eitt ár
í viðbót.
Cicero.
Enginn elskar lífið jafnheitt og gamall rnaður.
Sophokles.
Ég er ákaflega þakklátur dllinni, sem hefir aukið áhuga minn fyrir
viðræðum og minkað löngun mína til matar og drykkjar.
Cicero.
Lífið er dýrmætast, þegar það er á þrotum.
Seneca.
Enginn vitur maður óskar þess, að hann væri orðinn yngri en hann er.
Swift.
Sérhver listamaður dýfir pensli sínum ofan í sál sína og leggur eðli
sitt í myndir sínar.
Henry W. Becher.
Sérhver listamaður skrifar ævisögu sína.
Havelock Ellis.
Enginn maður er listamaður nema sá, sem hefir svifið á vængjum
hugans alla leið til himna.
William Blake.
Sérhver listamaður hefir, ef hann er frjáls, leyfi til að skapa hvers
konar mynd sem hann vill, úr hvaða efni sem er.
G. K. Chesterton.
Listamenn ættu aldrei að reyna til að þóknast fjöldanum.
Oscar W’ilde.
Allir listamenn hafa upphaflega verið viðvaningar.
Emerson.
Bak við kvæðið býr sál ljóðskáldsins. Bak við léreftið slær hjarta
málarans.
Charles H. Towne.
Fólk ruglar altaf saman einstaklingnum og listamanninum, af því
að það vill svo til, að þeir hafa tekið sér bústað í sama líkamanum.
Jules Renard.
Gott efni er oft látið ónotað, af því að listamanninn vantar.
Seneca.