Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN
7
U T ANRÍKIS VERSLUN
ÍSLENDINGA
Frh. af bls. 5
ætlun mín, þegar firmað var stofn-
að. Vegna þess, að firmað hefir
ekki hreytt út af þeirri stefnu, sem
sett var í byrjun, liafa viðskiptin
aukist mikið upp á síðkaslið, og eru
enn að aukast, svo að ég álit, að
liugmynd mín við stofnunina hafi
verið rétt.
— Hverjar vörur er íslendingum
einkum liagur að kaupa frá Þýska-
landi ?
— Næstum allar iðnaðarvörur.
Aftur á móti er sem stendur ekki
hægt að kaupa matvörur að ráði
frá Þýskalandi, vegna þess að slik-
ar vörur fást ekki nema að litlu
leyti greiddar með ASKI-mörkum,
]).e.a.s. yfir svokallaðan „Clearing".
Að gefnu tilefni vil eg hér taka það
fram, að alment er álitið, að flestar
vörur séu dýrari i Þýskalandi en i
öðrum löndum. Þetta mun ekki vera
rétt, nema að litlu leyti, Ef um
mjög litlar sendingar er að ræða,
sérstaldega ef þær þurfa að flytj-
ast langt innan úr landi, verður
járnbrautarflufningsgjaldið tiltölu-
lega miklu hærra en fyrir slórar
sendingar. Þannig getur þessi hug-
mynd hafa skapast. Með því að
athuga útflutningsskýrslur, er auð-
sætt, að þýskar vörur eru samkepn-
isfærar um allan heim. Auk þess
virðast þýskar vörur jafnframt
enskum og skandinaviskum vörum
eiga hetur við smekk og vera frem-
ur við hæfi íslendinga en fram-
leiðsluvörur annara þjóða.
John Spivak
heitir amerískur rithöfundur, sem
liefir að undanförnu verið á ferða-
lagi um Evrópu. Árangurinri af
þessu 1‘erðalagi er bók, sem Spivak
nefnir: Ógnaröldin í Európu.
— Getið þið ímyndað ykkur, að
hundruð og þúsundir manna í nú-
tímaþjóðfélögum Norðurálfunnar
eigi við svo mikla fátækt að búa,
að þeir verði að neita sér um hrýn-
ustu lífsnauðsynjar, eins og salt?
spvr höfundur. Og hann segir enn-
fremur: — I heilum héruðum i Pól-
landi og Tékkóslóvakíu er fátækt
bændanna óskapleg. Ég átti eitt sinn
tal við pólskan bónda, sem lifði
mestmegnis á kartöflum, og spurði
Iiann, hvers hann mundi einkum
óska sér. Bjóst eg við, að hann
mundi biðja um nautgripi, aukið
land eða jieninga, en i stað þess
svaraði liann: — Ó, ef eg gæti feng-
ið ögn af salti ....
Þó flytja Pólverjar út salt í stór-
um stíl.
TAKIB EFTIR
Aðeins 34 eintök eru enn óseld af Sam-
tíðinni frá upphafi, og verða þau seld
sem hér segir: 1. árg. (1934) á 3 kr.,
2. árg. (1935) á 4 kr., 3. árg. 1936 á 4
kr., samtals II kr., burðargjaldsfrítt hvert
sem er. Notið yður þetta kostaboð. með-
an þessi fáu eintök eru óseld. Samtíðin
flytur yður fyrir 5 króna árgjald nál.
200 ritgerðir, sögur, kvæði og greinar.
Hún er tímaritið, sem altir vilja lesa.
Utanáskrift: S A M T í Ð I N,
Pósthólf 75, Reykjavík.