Samtíðin - 01.09.1937, Side 15

Samtíðin - 01.09.1937, Side 15
SAMTÍÐIN 11 allra skynborinna íbúa liins ment- aða lieims. Hann er þéim ímynd liins' mikla skapandi máttar og eft- ir honum liafa verið lieitnir hver- ir um víða veröld. Þegar sólin skín, og' Geysi hlýn- ar i geði, á hann það til að gjósa. Og þegar mennirnir færa lionum gjafir, opinberast hann þeim i allri sinni dýrð. Ilann er viðkvæmur og dutlungafullur, eins og flest „geni“, enda er hann ólíkur öllu öðru. í nágrenni lians búa um áttatíu hver- ir, sem geta lítið annað en ollið og rokið. Það eru smærri spámenn- irnir, sem taka viðbragð við liverja meiri háltar dægurflugu. Til þeirra leita gestirnir i vandræðum sínum, þegar Ge)rsir fæst ekki til að vakna. Þá ropar Smiður fyrir eitt stanga- sápustykki, og ókunnugt fólk lield- ur, að þetta sé gos. En þegar nótt- in kemur, og allir menn eru farnir, tekur liin bunguvaxna slétta að nötra, og konungur hveranna opin- berast einverunni og þögninni i allri sinni dýrð. Þá rífur andi Geys- is sig upp úr ládeyðunni og' lyftist, beljandi og mjallhvítur, upp yfir mókandi flalneskjuna. Þegar gosliriðinni slotar, lieyrast sár andköfin langa liríð. Ilverinn hefir gefið alt, sem hann átti. Hann er tómur. Og nú grætur hann yfir því, sem liann hefir gert. Geysir á bágt. Gáfa hans er blind náttúru- hvöt, sem hann ræður ekki við. Hann á sér aðeins eina þrá, og hún er sú, að geta sent gos sín alla leið til liimins, en hann verður að láta sér nægja, að gufan af þeim sam- lagist loftinu. S. Sk. KVENFÓLKIÐ — ÁHYGGJUEFNI Englendingur einn, Godfrey Winn að nafni, kvarlar sáran undan ensku nútimakonunni. Hann seg'ir m. a.: — Stúlkurnar nú á dögum vilja öllu ráða. Sannleikurinn er sá, að þær hugsa ekki um annað en karl- menn, og verða þær því ófyrirleitn- ari i þeim efnum, sem þeim lærist betur að „taka karlmenn á löpp“. Þær geta ekki lengur beðið þess, að við karlmennirnir biðjum þeirra. Þær vilja taka framkvæmdarvaldið i sínar liendur á öllum sviðum. Þær eru friðlausar eftir að komast í bíó, á dansleiki og á livers konar iþrótta- leiki — og á lielgum tolla þær hvergi nema í Brigliton. Okkur, sem nú lifum, liefir verið trúað fyx-ir því, að reisa nýja til- veru á rústum þeirrar veraldar, sem hrundi í lieimsstyrjöldinni 1914 —’18. En við eyðum okkar síðasta e}rri i þessar skemlanafýknu stúlk- ur, sem ögra okkur til þess að njóta lífsins til fullnustu (í ástarvimu og skellililátrum) á líðandi stund og fá okkur til þess að gleyma með öllu morgundeginum. Hami: — Eyðslusemi þín nær ekki neinni átt. Þegar eg deg, er ég viss um, að /ní ferð á vergang og verð- ur að betla, iil þess að geta dreg- ið fram lífið. Hún: — Ég hefi þá æfinguna fram yfir ýmsar aðrar.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.