Samtíðin - 01.09.1937, Page 17

Samtíðin - 01.09.1937, Page 17
SAMTÍÐIN 13 lítið, en honum tókst að gera það áheyrilegt. Ekki var þó svo að skilja, að hann væri með neina hversdagslega tilburði, eins og leik- urum er títt; liann lireyfði ekki fingur, hvað þá meira. Fingurnir á honum voru nú heldur ekki liðug- ir. Þeir voru stuttir og digrir og illa fallnir til handapats. Hann sagði aðeins frá, sat með sakleysis- svip og' sagði frá. Það hefir sjálfsagt verið þetta, sem gerði það að verkum, að Hohn lyfsali lagði lag sitt við hann. Þeir voru báðir frá Björgvin og höfðu likan smekk. Um þetta leyti voru þeir önnum kafnir við að hugsa fyrir skemtiatriðunum á kvöld- skemtuninni. Svo var til ætlast, að hver lisla- maður skemti tvisvar að undan skil- inni Ginu i Rótinni, sem átti að koma þrisvar fram á sjónarsviðið, af því að hún álti að klykkja út, með kúaseiðnum.1) En alt fór þetta nú öðruvísi en ætlað var. Frú Hagen, kona póstmeistarans, átti að skemta tvisvar. Hún ætlaði fvrst að spila syrpu af þjóðlögum og síðan tvær sónötur eftir Mozart. Þetta var nú sönglist, sem sagði sex. og þorðu karlmennirnir ekki að gera neina athugasemd við hana. Þeir hreyfðu heldur ekki við Gínu 1 Rótinni á skemtiskránni. Bæði at- riðin, sem hún ætlaði að inna af hendi, voru sálmasöngur. Hins veg- ar voru þeir altaf að breyta og færa 1) Eins konar söngur (trall eða hjal), sem viðhafður er til pess að kalla á kýrn- ar til selja i Noregi, til atriðin, sem harmonikusnilling- urinn og þeir sjálfir áttu að annast. Eitt atriðið var það, að Vendt veitingamaður átti að segja sögu. Seinna hreytli hann þessu i upp- lestur, og að lokum var hann far- inn að kalla það ræðu. — Segðu mér nú, hvað þú ætlar sjálfur að gera, sagði hann við Holm. Holm átti að spila undir allan sálmasönginn á gítar, og auk þess átti hann að spila tvær plötur á grammófóninn í sambandi við livert skemtiatriði, svo að hann hafði sannarlega nóg að gera. En liann vildi ekki skorast undan neinu og hafði því hugsað sér að annast tvö sjálfstæð skemtiatriði. — Ætlarðu að syngja? spurði Vendt. — Þetta verður eiginlega söng- lestur, ansaði Holm. — Hvað er það? — Það er það, að ég ætla að segja fram nokkur erindi, og efnafræð- ingurinn ætlar að sjnla undir á greiðu. Vendt hafði verið þjónn í gisti- húsum viða um lönd, og því lang- aði hann til að hafa eitthvað út- lent atriði á skemtiskránni. Hann sagði, að það væri alveg sama máli að gegna um skemtiskrána og mat- seðlana, þeir væru kauðalegir, ef þeir væru á norsku. — Hverju stingur þix upp á? spurði Holm. -— Jú — hér er um margt skemti- legt að velja, sagði veitingamaður- inn. Þeir ræddu um þetta i mestu al-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.