Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
— Hve margar á ég að prenta?
— Þrjú hundruð, sagði Holm og
var ekki smátækur.
Hann borgaði þetta, áður en hann
fór og það svo ríkulega, að David-
sen vildi gera eitthvað aukreitis.
Hann prentaði lieila hrúgu af fregn-
miðum, sem dóttir lians átti að út-
býta eftir hádegi næst komandi
sunnudag. Slíkt var hið mesta
snjallræði. Fólk mundi sjálfsagt
nema staðar og lesa það, sem á
þessum bréfmiðum stæði.
Horfurnar voru prýðilegar, blið-
skapar veður og margt fólk á stjáki.
Efnafræðingurinn hafði verið á
ferðinni í verslunarerindum frá þvi
snemma morguns. Hann hafði
stungið á sig þrjú lnindruð pappa-
miðum, sem kvikmyndahúsið not-
aði fyrir aðgöngumiða og fór nú
hús úr húsi og seldi þá á eina krónu
hvern. Þegar hann kom heim til
þess að nejda miðdegisverðar, var
hann með milli sjötíu og áttatíu
krónur í vasanum. Hann borðaði og
fór siðan aftur út. Það var dugandi
maður þessi efnafræðingur. Sá gat
nú fleira en gutlað við spilaþrautir.
Þegar hann skaust lieim til þess
að drekka kaffið, var hann með á
annað hundrað krónur. Þó sagðist
hann eiga öll hestu húsin eftir, þar
sem heldri mennirnir ættu heima
og miðlungsmennirnir. Hann hafði
ekki viljað fara þangað fyr en þeir
hefði fengið sér miðdagsblund og
drukkið kaffið. Þar vonaðist hann
Rftir, að öll fjölskyldan kæmi. 1
þennan leiðangur fór hann á hjóli.
Um hálfáttaleytið, þegar fólk var
farið að tínast til kvikmyndahúss-
ins, hafði efnafræðingurinn selt
pappamiða fyrir rúmlega þrjú
hundruð krónur. Hann hafði kost-
gæfilega látið greipar sópa um hæ-
inn og á Seglfoss hýlinu og hafði
fengið hæði unga og gamla til að
gerast þátttakendur i þessari góð-
gerðastarfsemi. Nú sat hann við op-
ið á aðgöngumiðasölunni og var
reiðubúinn til að selja öllum þeim
fjökla af fólki, sem hann hjóst við
ofan úr sveit, enn þá fleiri pappa-
miða. Það var liðtækur maður, þessi
efnafræðingur. (Niðurl.)
L I ST
sem þolir ekki þjálfun
Að breyta aldrei skapi sínu
gegnum þykt og þunt,
— ja, það er bara sárafáum
jarðarbörnum unt.
Að stökkva upp á nef sitt
með orðum ýmsir leika,
því oftar sem þeir stökkva,
því fremur vill þeim skeika.
Hreiðar E. Geirdal.
LÆKNINGAGALDUR
t sumum löndum í Asíu tíðkast
það, að menn selji töluð orð og
setningar, sem trúað er, að hafi i
sér fólginn töframátt og geti lækn-
að sjúkdóma, fælt burt óhreina
anda o. s. frv. En sá hængur er á
þessu fyrir seljandann, að þegar
hann hefir einu sinni selt slík orð,
má hann aldrei framar láta sér
þau orð um munn fara.