Samtíðin - 01.09.1937, Side 21

Samtíðin - 01.09.1937, Side 21
SAMTÍÐIN 17 Stanley Baklwin Blöðin í Brctlandi þóttust eiga örðugt með það árið 1923, að koma lesendum sínum í skilning um, kver hinn nýi forsætiráðherra væri. Og Baldwin hefir sjálfur sagt frá því, að liefðarkona ein hafi um þær mundir spurt einn af vinum lians, hvort nýi forsætisráðherrann væri það, sem kalla mætti mentaðan og kurteisan mann! Það er sagt, að Baldwin liafi kom- ist þannig að orði við hlaðamennina í Downing Street, er þeir óskuðu honum til hamingju með forsætis- ráðlierratignina 1923: — Mér er meiri þörf á fyrirbæn- um ykkar eu hamingjuóskum. Þessi orð ltafa verið skýrð þann- ig, að Baldwin hafi sag't þau i gamni, þar eð hann hafi aldrei ]>rostið sjálfstraust. Nær virðist þó liggja, að taka orðin í fullri alvöru. Hvað cr eðlilegra, en að sá maður, sem flutti liina barnslegu, pólitísku ræðu i Carlton-klúbhnum árið 1921 og hélt þá annari liendinni dauða- haldi i Austen Chamherlain, teldi sig tveim árum seinna þurfa á fvrir- hænum vina sinna að lialda, er á- hyrgðarþungi forsætisráðherraem- bæltisins lagðist sein blýþungt farg á herðar hans. Hinn sterki og vammlausi privatmaður var ekki pólitískt vaxinn. Hann var enginn spekúlant og lílill taflmaður. Þar af leiðandi hætti hann embætti sínu, sennilega óafvitandi, fyrir skulda- samninginn við Amerikumenn. Þess vegna gekk hann til kosninga strax árið 1923 með endurbætur á tollalöggjöfinni sem stefnumál. -— Þetla er pólitísk vitfirring! sagði Curzon lávarður. Og Baldwin féll á sjálfs síns bragði, en MacDonald varð forsætisráðherra. Menn glottu nú að því, að Baldwin skyldi sjálf- ur hafa orðið valdur að þeirri sprengingu, sem hann óttaðist, að Lloyd George mundi orsaka tveim árum áður, nefnilega að sundra

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.