Samtíðin - 01.09.1937, Síða 32
28
SAMTÍÐIN
og eflir mánuð hafði ég lokið við
bók, sem var gefin út undir nafn-
inu The Old Ladies (þ. e. Gömlu
konurnar).
Að þessu loknu tók ég aftur til
við löngu söguna mína þar, sem frá
var liorfið, og gleymdi nú með öllu
])ersórnmum í hinni bókinni. Þeg-
ar ég las ])rófarkir að The Old La-
dies, fanst mér bókin vera mér með
öllu óviðkomandi. Ég Iiafði ekki
minstu hugmynd um, hvaðan þess-
ar gömlu konur höfðu komið i liuga
minn, hvernig á því stæði, að ég
yissi nokkiirn hlut um þær, eða
hvers vegna ég liafði tekið mér fyr-
ir hendur að skrifa um þær. All
þetla var mér hulin ráðgáta.
Menn mundu seinast trúa þvi, að
Nevinson væri sálrænn rithöfundur.
Hann er einn af þessum sterkbygðu
mönnum, heilbrigður með afbrigð-
um, mjög einþykkur og sá maður,
sem þvi yrði einna sist trúað um,
að léti nokkuð hafa áhrif á sig.
Sama máli gegndi um Edgar Wal-
lace. Þó sagði Wallace mér frá
því í fylslu alvöru, ekki alls fyrir
löngu, þegar ég var að ræða við
hann um andagiftina frá sjónarmiði
hins sálræna, að hann hugsaði aldr-
ei um samhengið i sögum sínum
fjrrir fram, heldur kæmi slíkt jafn-
an fullskapað í huga sinn. Sömu
sögu hafði Henry Arthur Jones að
segja. Nálega ári áður en hann lést,
sagði hann við mig: — Guð virðist
blása mér þvi i brjóst, hvernig sam-
hengið og þungamiðjan i bókum
mínum eigi að vera. Ég þarf ekki
um það að hugsa.
Hinirágsetu Gefjunardúkar
fullnægja öllum þeim kröfum, sem frekast verða gerðar. Þeir
eru mjúkir og hlýir, en jafnframt snöggir, áferðarfallegir og
smekklegir.
Það er gagnslaust að tala um heilsuvernd, ef menn kunna
ekki að klæða sig i samræmi við það loftslag, sem þeir eiga
við að búa.
Föt úr fslenskri ull henta íslendingum best. —
K1 æðavepksmiðjan Gefjun, Akureyri
Útsala Aðalstræti 5, Reykjavík og í kaupfélögum um land alt.