Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 14
10 SAMTlÐIN voru engir vegir í sumum hlutum landsins, nema götutroðningar, eins og víða sjást hér á landi. Þá var og örðugt að fá keyptan uppdrátt af landinu við hæfi ferðamanna. Nú hefur verið lagt vandað hílvegakerfi um iandið þvert og endilangt, og' livarvetna fásl uppdrættir af land- inu og leiðarvísar handa ferðafólki. Dr. Salazar krefst tvenns af þjóð sinni: Mikils starfs og mikillar spar- semi. En sjálfur er hann allra manna sparneytnastur og vinnur allra manna mest. Og vert er að veita því atliygli, að lionum skuli takast að lialda þjóð sinni utan við deilumál og styrjaldir álfunnar. Á Portúgal er aldrei minst í samhandi við erjur og stríð. Hamingjusöm má sú þjóð kallast, er á sér slikan stjórnara, sem allur þorri landsins harna virðir og elskar. Hann liefur sjálfur ákveðið em- hættislaun sin, er nema aðeins 500 sterlingspundum á ári. Miðað við það, að sterlingspund jafngildi kr. 22.15 í íslenskri mynt, eins og gengi okkar var, áður en íslensk króna tók að hrapa árið 1939, verða árslaun dr. Salazars innan við 12 þús. krónur á ári. Þessi hóflegu laun og sú stað- reynd, að hinn óframfærni einræðis- herra Portúgals hefur ekki sótst eft- ir neinum vegtyllum á vettvangi stjórnmálanna, lýsa manninum furðu vel og vekja virðingu annarra manna fyrir honum. Þarna er vissu- lega maður á ferðinni, sem verl er að gefa gaum. Er ]iað vegna þess, hve hljóðlega hann vinnur störf sín, að lians er nálega aldrei getið i út- varpi né hlöðum hér á landi? Hér hefur árum saman verið gasprað uiii ýmsar erlendar stjórnmálastefn- ur og ágæti þeirra, þannig að sæmi- lega íslendinga hefur klígjað við, enda er slíkt fleipur einatt til skammar. En hvernig væri, að við reyndum að læra t. d. fjármála- stjórn af hinum mentaða, portú- galska hagfræðingi, án þess að glevpa um leið all of mikið af portú- gaiskri staðháttapólitik? íslenskir vísinda- og fræðimenn þelckja marg- ir hverjir ofhoð vel sín takmörk. Þeir vila, að þeim er holt að sigla lil annarra þjóða og fullkomna sig þar sem best liver í sinni grein. En mundu íslenskir stjórnmálamenn ekki einnig geta lært eitthvað af nýt- ustu stjórnmálamönnum veraldar- innar? Væri ekki nær, að þeir seild- ust sjálfir til aukinnar þekkingar úr réttum áttum en að alls konar van- metakindur þjóðfélagsins séu látn- ar sækja sér öfgastefnur til útlanda og predika þær síðan alþýðu manna með alls konar hortugheitum og fullkomnu smekkleysi? Gefið þér mév krónkall, kæra frú. Ég er atvinnulaus anmingi. — Hefur enginn boðið gður at- vinnn? — Jú, einn maður, en annars hef- ar fólk yfirleitt sýnt mér mestu lcurteisi. I>eir áskrifendur í Reykjavík, sem enn skulda árgjald Samtíðarinnar 1940, eru beðnir að greiða það nú þegar, annað hvort beint í Pósthólf 75 eða í Bókaversl- un Finns Einarssonar, Austurstræti 1.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.