Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 25 Ur bréfi MIKILS METINN prestur úli á landi ski-ifar Samtíðinni mjög vinsamlegt bréf. Þar stendur m. a.: „Samtíðin“ er einhver kærkonm- asti gestur, sem liingað kemur. Mér finst, að henni sé altaf að fara fram. Það er auðséð, að þjóðin vill, að hún lifi, því að tiltölulega fá þessháttar íslensk tímarit liafa lifað í sex ár. Ég er yður mjög þakklátur fyrir hina ágætu leiðara á hls. 3, sem ég les með mikilli ánægju. Einnig tel ég það mikils virði, hve margar erlendar úr- valsgreinar ritið birtir. Flest eða alt slikt mundi ella fara fram hjá íslensk- um lesendum. En persónulega liefi ég kanski mest gagn af greinaflokk- inum: Þeir vitru sögðu. Að undan förnu hefi ég sótt þangað margt spak- legt orð, sem ég hef notað í ræður mínar. Ég álít, að tímarit yðar eigi skilið að komast inn á hvert einasta íslenskt heimili. Heill og farsæld fylgi útgáfu þess á ókomnum árum.“ Samtíðin þakkar hinum virðulega bréfritara þessi hlýlegu ummæli. Vér niunum gera alt, sem í voru valdi stendur til þess, að vinsældir ritsins megi sífelt aukast. En jafnframt heit- um vér á áskrifendur vora nær og fjær að reynast ritinu tryggir og skil- visir. Sendið oss marga nýja áskrif- ejidur. / þorpi einu i Pensylvaníu liafa verið festar upp svolátandi umferð- arreglur: Akið hægt! Hér er eng- inn spítali. r~ Bækur Pappír Ritföng Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Fallegasta og mesta úrvalið af nýtísku 'H'úsfyÖQftuni Verð við allra hæfi- Alt unnið á eigin 1. fl. vinnustofum. HÚSGAGNAVERSLUN Kristjáns Siggeirssonar Laugavegi 13.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.