Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 orðið liafa :á Rej'kjavík í fjarveru niinni. Smábærinn Reykjavík er horfinn — stórborgin Revkjavík er komin í staðinn. Ný ln'is, nýjar götur, ný liverfi, ný andlit. Þúsundir nýrra andlita. Þó sér maður á stöku stað gömul liús, gamlar götur, görnul hverfi, gömul andlit. Gömul vingjarn- leg andlit. Ég verð að játa, að mörg hinna nýju liúsa eru vegleg og sann- kölluð bæjarprýði. Það sama má ef- laust segja um mörg binna nýju and- Iita. Þó fellur þetta mér eklci í geð. Það er svo margt, sem ég sakna frá fvrri dögum. Ég sakna gömlu and- litanna, er aldrei munu sjást framar. Ég sakna vinarbrosa ))ess fólks, sem þekti mig, meðan ég var fátækur og umkomulaus. Ég sakna blýlegu, gömlu húsanna, sem annað hvort hafa brunnið til kaldra kola, eða ver- ið rifin til grunna lil þess að rýma fvrir nýjum búsum nýjum tíma. Hin göinju hús, sem enn eru við lýði, standa inn á milli stórhýsahna, herða- lotin og þunglyndisleg. Það er engu líkara en að þau fyrirverði sig fyrir sína löngu tilveru. Þau eru hrörleg og vanhirt. Það þykir ekki taka þvi að hlynna að þvi, sem gamalt er. Þessi gömlu bús eru þreytuleg, og ég sé á svip þeirra, að þau þrá að líða undir lok. Þó er blærinn, sem vfir þeim hvilir, viðkvæmur. Þau eru sveipuð endurminningum löngu liðinna daga. Endurminningum þeirra, sem einu sinni bjuggu í þeim — og lifðu þar sitt fegursta. A kvöldin, er dauf ljós skína út um stöku glugga þessara gömlu búsa, minna þau á einstæð- inga, sem stara lífvana augum aftur í timann. Langt aftur til betri tíma, sem engrar afturkomu eiga auðið. Ég finn til með þessum húsum, og ég staldra við og mæli til þeirra fáein, vingjarnleg orð. Svo legg ég leið mína vestur fvrir bæinn. Eg ætla að heilsa upp á gamlari vin minn — sjóinn. Yið höfum altaf verið svo miklir mátar, sjórinn og ég. Ég nýt þess að ganga um fjöruna, sem enn er óáreitt af mannvirkjum. Eg týni upp skel og skel mín gömlu leik- föng. Endurminningar barnæsku minnar sækja að mér. Mér finnast gömlu leiksystur mínar — bárurnar lifna við, er þær sjá mig aftur eftir svo mörg ár. Þær lijala við mig, bjóða mig velkominn heim til föðurlands- ins góða og kveða mér fögur ljóð. Hér er alt óbreytt alveg eins og i gamla daga. 1 einum af Iiinum fornu naustum sé ég gamlan sjómann — siðskeggjaðan og gráan fyrir hær- um. Hann er að dytta að bátnum sín- um. Ég kasla á Iiann kveðju, en hann tekur ekki undir. Hann er annars hugar. Það er sami blærinn vfir hon- um og gömlu húsunum. Einn daginn geng ég austur i bæ- inn. Ég er að leita að ákveðnu liúsi. Ég hef kviðið fyrir að sjá þetta hús, það eru svo margar endurminningar við það tengdar, en Ipað er einhver Iiulinn máttur, sem dregur mig þang- að. Að lokum finn ég það. Það er lítið og hrörlegt. Ég sé, að það er ekki lengur notað til ibúðar, heldur vöru- geymslu. Ég fæ leyfi til að fara inn í búsið. Ég sest á tóman kassa og gef endurminningum mínum lausan tauminn. Það var í þessu liúsi, sem hún bjó — æskuástin mín. Hún var dóttir fátæks verkamanns, en sjálf

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.