Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
II
Tvö um kvöfd
Þegar liðinn er dagur
og lokið er störfum
og landið er daggperlum vafið,
og grundirnar anga af gróanda vorsins
og gnoðirnar vagga um liafið,
þá göngum við tvö ein í kyrlæti kvöldsins
og kneifum af ástanna bikar.
í hug okkar bærast hugsanir líkar
og hamingja’ i augunum blikar.
Þá finst okkur lífið svo ljómandi fagurt,
það laðar fram töfrandi myndir.
Við grafsetjum armæðu’ og amstur dagsins,
en uppvekjum gleðinnar lindir
og lifum við seiðandi lukkunnar drauma
og ljómum upp skýjanna horgir.
Og hjörtun ungu af kátínu kæfa
og kviksetja allar sorgir.
Ingólfur Kristjánsson
frá Hausthúsum.
Látnm
styrjöldina kenna okkur að spara
allan aðkeyptan óþarfa og látuin hana
umfram alt kenna okkur að nota alt,
sem íslenskt er. tsland er matarland,
og ef rétt er á lialdið, ættum við aldr-
ei að þurfa að þola fæðuskort hér á
landi. En mjög skortir á, að við kunn-
um enn að nytfæra okkur íslensk
matvæli til hlítar. Það er t. d. þjóðar-
smán, hve lítils við Islendingar neyt-
um af kartöflum, jafnágætri fæðu.
Það mun láta nærri sanni, að við
kunnum alls ekki að neyta þeirrar
fæðu á við aðrar þjóðir, og einnig
skortir mjög ó Jiað, að við neytum
skyrs, osta og mjólkur svo sem vera
bæri. Slíkt verður að breytast.
ÞEIR VITRIJ
--- --SÖGÐU:
Mentun gerir menn færa um að
losa sig undan oki líðandi stundar
og eygja lífrænt samhengi í rás við-
burðanna. Ruddaskapur gerir menn
hins vegar að haftbundnum þrælum
vanþekkingarinnar. Ómentuð rudda-
menni miða alt við gildi líðandi
stundar. — Upton Sinclair.
Ég og margir menn, sem eru mér
vitrari og dóntbærari, halda því
fram, að eitt hið sárasta böl núlif-
andi kynslóðar sé trú hennar á mátt
hins illa og óguðlega. — Francis
Brett Young.
Það er hart lögmál, en gamal-
kunnugt, að ef þú gefur manni eitt-
hvað, sem hann á engan hátt hefur
unnið til, ertu viss með að eignast
hann að óvini. — Rudyard Kipling.
Frelsið er eins og nýtt fangelsi
fvrir þá menn, sem ekki leita ann-
ars en þess eins. — D. H. Lawrence.
Hin mikla vélaöld, sem við lifum
á, mun eyðileggja mannkynið, ef það
gengur hinum vélrænu hugsunum á
hönd. Við verðum að verjast því af
öllum mætti að verða ómerkilegar
hópsálir. Verjum einstaklingsfrelsi
okkar með sterkri, rökréttri og
drengilegri hugsun. — Sir Philip
Gibbs.
Þegar við hættum að taka okkur
það nærri, þó að við verðum fyrir ó-
höppum, erum við á góðum vegi með
að vinna bug á kvíðanum. Sá mað-
ur er kominn langt á þroskabraut-
inni, sem kann að hlæja að sjálfum
sér. — Katherine Mansfield.