Samtíðin - 01.04.1941, Side 10

Samtíðin - 01.04.1941, Side 10
6 SAMTÍÐIN gömlu París. Og enn er þa'ð Frakki, M. le Corbusier, sem er forvígismað- ur liinnar nýju stefnu. Andstæðingar lians vilja skapa íbúðarhverfi bæja þannig, að liúsin scu smá og sérhverju húsi fylgi garð- ur, þar sem hver fjölskylda hafi nokkrar landsnytjar. Þeir vilja haga göluskipun bæjanna þannig, að ólík hús fái notið sin þar sem hezt. Eng- iendingurinn, Sir Raymond Unwin, sem er nýlátinn í Ameríku, harðist manna mest fyrir „garðhúsa-hæjun- um“. Hann sá um skipulag tveggja, mjög frægra enskra l)æja, Wehvyn og Letchworth. f Þýzkalandi hefur sömu stefnu í skipulagsmálum hæja oft verið fylgt og einnig í Svíþjóð. Þarf í því samhandi ekki annað en minna á garð-húsahverfin í Stokk- hólmi, sem orðin eru heimsfræg. Eg álít, að fara beri meðalveg milli þessara tveggja skoðana á skipulagi hæja. í fyrirmyndarbæ get ég vel lmgsað mér fjögra-fimm hæða hús í miðbænum og ef lil vill tvo-þrjáskýja- kljúfa, sem komið sé þar haganlega fyrir. Utan um þennan miðhæ mætti síðan reisa hverfi með þriggja-fjögra liæða húsum, en út frá þvi á megin- hluti bæjarins að vera, byggður stök- um smáhúsum og húsaröðum, sem séu ein-tvær hæðir. Inni í miðbænum hugsa ég mér mjög skipulegar götur vegna bílaumferðarinnar, en i út- jöðrunum þætti mér ákjósanlegt, að göturnar væru óreglulegar líkt og i þorpum að undanskyldum breiðum megingötum, er lægju áleiðis til sveit- anna, og myndarlegum hringbraut- um. Þar væri hægt að skipuleggja fyrirmyndar garð-húsahverfi. Stokkhóhnur er að mínu áliti ein- hver ákjósanlegasta höfuðborg, sem nokkuru sinni hefur verið reist. Hin- ir tveir frægu skýjakljúfar borgar- innar við Konungsgötuna (Kungs- gatan) fara hænum ágætlega og skerða alls ekki tign kirknanna, kon- ungshaílarinnar né safnhússins (Nordiska Museet), er einkum setja svip sinn á hæinn. Hvernig lízt yður á Reykjavík frá hyggingarfræðilegu sjónarmiði? ísland er fráhært land og svip- uðu máli gegnir um Reykjavik, mið- að við aðrar höfuðhorgir. Mér finnst hærinn blátt áfram heillandi, og ég kann yfirleitt vel við húsin í honum. Hér hafa á seinni árum verið reist íhurðarmikil stórhýsi, svo sem Há- skólinn, Þjóðleikhúsið o. s. fiw. Þau eru sjálfsagl góðra gjalda verð og standa ekki að haki sams konar hús- um í nágrannalöndunum. En svona er það nú samt, að einhvern veginn geðjast mér þó hetur að smáhúsun- um i hænum, annars vegar gömlu hárujárnshúsunum og hins vegar nýju steinsteypuhúsunum. Ég dáist að þeim hvorum tveggja, því að með þeim hafa tvær kynslóðir af fremsta megni leitazt við að leysa það mikils- verða viðfangsefni, hvernig menn eigi að reisa sér hústað. Það er vafa- laust mjög heillandi viðfangsefni fyr- ir húsameistara að gera uppdrátt að stórhýsi, sem á að vera tilkomumik- ið, en slíkt er alltaf miklum örðug- leikum hundið. Hættan, sem ávallt vofir yfir, er sú, að stórhýsið skorti hlýleik og verði aðeins kuklalegt minnisverki. Hin sanna byggingar- list kemur þá fyrst verulega i Ijós, er

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.