Samtíðin - 01.04.1941, Side 11

Samtíðin - 01.04.1941, Side 11
SAMTlÐIN 7 við reisum liús al' það miklum van- efnum, að gæla þarf hófs í hverjum hlut, en jafnframt er reynt að full- nægja mannlegri þörf sem hezt. Bárujárns- og steinsteypuhúsin i Beykjavík láta lítið vfir sér. Þau gleðja augað sakir einfaldleika síns. Bezta bárujárnshúsið, sem ég hef veitt atliygli, er að mínu álili litið, i'autt hús við Bergstaðastræti, milli Hallveigarstigs og Spítalastígs. Hins vegar líkar mér steinsteypuliúsin við Hringbrautina i suðvesturhluta bæj- arins liezt. Herbergjaskipun i íslenzk- um nýtizku ibúðarhúsuni tel ég hik- Iaust vfirleitt mjög skynsamlega, og húsgögn eru hér mjög smekkleg. Ég er hrifinn af hátíðasal Háskólans og álít, að lnmn gefi fyrir sitt leyti ekki eftir fræga „Gyllta salnum“ i ráð- húsi Stokkhólms, sem Ragnar Öst- berg gerði upprátt að. - Hvað eigum við að gera til þess að prýða Revkjavik? —• Losið ykkur sem allra fyrst við kolareykinn! Hann hverfur vonandi bráðum, er hitaveitan kemur. Þá byrfti að mála sleinsteypuhúsin, þvi að grái liturinn á þeim er kuldalegur og tilbreytingarlaus. Æskilegast væri að múrhúða liúsin í smekklegum lit- um. Þá þurfa margar götur og gang- stéltar lagfæringar við, eftir að hita- "veitan er komin. Að mínu áliti mundu myndastyttur á heppilegum stöðum setja geðþekkan svip á bæinn. Þær *ttu að vera fyrir enda allra helztu gatna bæjarins, shr. Leifsstyttuna, sem setur ótrúlega mikinn svip á Skólavörðustíginn. A grasreitum Hringbrautar væri í lófa lagið að koma fyrir smekklegum myndastytt- um. Þær mundu eyða tilhreytingar- leysi gatnanna milli heinna húsaraða. Með þessu móti gæfist hinum frum- Iegu, íslenzku myndhöggvurum tæki- færi til að auka prýði bæjarins. Og að síðustu vildi ég svo segja þetta: Eg álít, að Reykjavíkurbær ætli að kaupa nokkur hús frá öllum tímabil- um í hyggingarsögu hæjarins. Þessi hús ætti að varðveita vel og i þeim ættu að vera húsgögn frá þeim tíma, er húsið var notað lil ibúðar. Þessi hús vrðu eins konar safnhús, menn- ingarsögulegar heimildir, er veittu ó- bornum kynslóðum betri hugmynd um vislarverur og aðbúð forfeðranna en nokkur frásögn fengi gert. Þau myndu og verða húsameisturum framtíðarinnar ómetanlegur leiðar- visir. Tvenn erfiljóð Leyst er bandið þrauta þitt, þörfu standa verkin. Flutti andi á óðal sitt yfir landamerkin. ★ Lögur dynur, lækkar sól, lífi hryna rænir, fækka vinir, fækka skjól, falla hlynir vænir. K a r 1 H. B j a r, n a s o n. — Þú hlýtiir að vera orðin leið á mér, þú kallar mig aldrei elsk- una þína, eins og aðrar konur lcalta mennina sína. ....... — Gera þær það?

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.