Samtíðin - 01.04.1941, Page 12
8
SAMTÍÐIN
MERKIR SAMTÍÐARMENN
Alexander
Jóhannesson
Alexander Jóhannesson prófcssor er fœddui' á tiili i Skagafirói
15. júli 1888. Foreldrar: Jóhnnnes 1). ólafsson, sýsluniaður Skag-
firðinga, og Margrét Guðniundsdóttir, kona hans, dóttir Guðm.
E. Johnsens, prests í Arnarbæli í Ölfusi. — Alexander lauk stúd-
entsprófi 1907, en meistaraprófi i hýzkuin fræðum við Khafnar-
háskóla 1913. Varð dr. phil. i Halle í Þýzkalandi 1915 fyrir rit-
gerð um Schiller. Gerðist síðan aukakennari við Háskóla fslands,
dócent 1925, en prófessor 1930. Háskólarektor 1932—35 og síð-
an 1939. Hefur verið lifið og sálin i hinum miklu
byggingarathöfnum Háskólans, enda formaður
byggingarnefndar skólans og form. happdrættis-
ins frá byrjun og fram til síðasta árs. Munu
störf hans í þágu háskólans lengi í minnum höfð,
og munu koniandi kynslóðir væntanlega kunna
vel að meta stórhug hans í sambandi við jienn-
an virðulegasta skóla fslands. A. .1. hefur samið
fjölda rita og ritgerða um málfræði og ön'nur
efni, og er margt af því ritað á þýzku. Hann
liefur fíutt fyririestra við 10 erlenda háskóla,
margsinnis við suma. Hann er heiðursfélagi
tveggja visindafélaga (í Hollandi og Þýzkalandi)
—jhiwu j,r“i 111Biwi Iiann var á sinum tíma braut-
E. Bergner
Hans hátign
Georg VI.
Bretakonungur
er fæddur Þl.
des. 1895. For-
eldrar: Georg
konungur V.
(Játvarðssonar
VII., Alberts-
sonar þjóðhöfð-
ingja og Vikt-
oríu drottningar) og Mary,
drottning hans (nú ekkju-
drottning). Georg konungur er
fæddur hertogi af Jórvík. Hann
kvæntist 20. april 1923 lafði
Elízabetu Bowes-Lyon (l'. 14.
ágúst 1900), dóttur Stralhmore
jarls, og eiga þau tvær dætur,
Elízabetu ríkiserfingja (f. 21.
apríl 1926) og Margrétu Hose
(f. 21. ágúst 1930). Georg kon- Georg VI.
ungur tók við rikisstjórn af Ját-
varði VIII., bróður sínum (nú hertoga af Wind-
sor) og var krýndur 12. maí 1937. Hann er ásl-
sæll af þegnum sínum, og er slíkt mikilsvert í
örðugleikum þeim, er nú steðja að Bretaveldi.
Ronald H. Cross, siglingamálaráðherra Breta, er
fæddur 9. maí 1890. Hlaut menntun i Eton. Gekk
18 ára gamall í brezka flugherinn og barðist i
heimsstyrjöldinni 1914—18 sem flugmaður. Kos-
inn þingmaður í Lancashire 1931 og hefur setið
á þingi síðan. Var framkvæmdastjóri þingflokk:,
stjórnarinnar á árunum 1935—37, aðstoðarfjár-
málaráðherra 1937, þingfulltrúi verzlunarmáíaráðherra 1938, við-
ryðjandi í flugmálum voruni.
Próf. Alexander kvæntist árið
1934 Hebu Geirsdóttur, vígslu-
biskups, Sæmundssonar.
Elizabeth Bergner, hin heims-
fræga austurríska leikkona, er
fædd i Vínarborg 22. ágúst 1900
og er af Gyðingaættum. Þykir
bún frábær í hlutverkum ungra
kvenna í ýmsum klassiskum
leikritum, og í
kvikmyndum
hefur hún
skapað ógleym-
anlegar persón-
ur. E. Bergner
er ein hin gáf-
aðasta leik-
kona, sem nú
er uppi og hef-
ur hlotið mikl-
ar vinsældir.
Cross
skiptamálaráðherra 1939 (frá stríðsbyrjun) og loks siglin
ráðherra í ráðuneyti Winston Churchills frá þvi i mai
ingamála-
maí 1940.
Alexander Papagos, yfirhershöfðingi Grikkja í styrjöldinni við
ítali, virðist hafa blotið mjög skjóta upphefð, því að ekki er
einu orði á hann minnzt í tiltölulega nýjum beimildum um
nafnkunna menn, sem vér höfum kannað. Hann var þann 29.
október 1940 gerður yfirhershöfðingi Grikkja, en bafði áður
verið formaður gríska herforingjaráðsins. Sumir kalla hann nú
Alexander mikla. Hefur honum orðið betur ágengt i styrjöldinni
við ítali en flestum hafði til hugar komið.
A. Papagos