Samtíðin - 01.04.1941, Qupperneq 13

Samtíðin - 01.04.1941, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN 9 Gísli Sveinsson alþm.: A æðsti valdsmaður íslenzka ríkisins — hins íslenzka lýðveldis — að heita forseti eða ríkisstjóri? ISLENDINGAR ræða það eðli- lega nú, hvenær skuli til skarar skríða í „sambandsmálinu“ við Dani, eða með öðrum orðum, hvenær fullur skilnaður landanna skuli fram fara. Telja sennilega allir, að nú sé í raun og veru að því komið, en þó er eigi því að leyna, að nokk- urar vöflur eru á mörgum, bæði á Alþingi og utan þess, um það, hvort liöggva skuli á lmútinn þegar í stað, þótt að öðru leyti væri bæði gerlegt og réttmætt,eða biða hetri tíða vegna „ríkjandi ástands“ í umheim- ’inun og einnig hér lijá oss. Gera nienn þá ráð fyrir, að réttur vor skerðist að engu við þá l)ið, þ. e. að eigi sé hér „periculum in mora“, eins °g latinumenn orðúðu jiað, jiótt hlítt se enn ákvæðum sambandslaganna, sein þó flestir telja nú marklítil eða fallin úr gildi fyrir rás viðburðanna. Skal eigi um jiað farið fleiri orðum hér, enda munu verkin svna merkin iim framkvæmdir í málinu eða að- gerðaleysi um sinn. En jiegar að því kenmr, að vér tökum við öllum fullveldismálum vorum til frambúðar (eins og þegar hefir verið gert „að svo stöddu“), og skiljum við Dani og konunginn, þá má ætla, að öllum, sem um jietta fjalla, þyki einsætt, að stofna heri hér á landi jijóðveldi eða lýðveldi (hæði þessi orð verða að teljast tákna það sama, sem sé það, er á erlend- um tungum kallast répuhlique — re- publik, af lat. respublica). Með því- líku stjórnarformi haldast vitaskuld hin lýðræðislegu ráðuneyti, með for- sætisráðherra í fararhroddi, eða jiá annað stjórnskipulag, er menn kynnu að finna upp. En einn embættismað- ur er — og verður að vera — vfir jiessu öllu, æðsti valdsmaður lands- ins, óliáður flokkadeilum líðandi stundar, en kjörinn af jijóðinni með lögbundnum hætti, heint eða óheint, og til ákveðins tíma, hvernig sem ráðuneytastjórnir, er styðjast við misnnmandi stjórnmálaflokka,kunna að riðlast. Þessi æðsti maður allrar þjóðar- innar hefir í lýðveldunum jafnaðar- legast verið nefndur f o r s e t i (pré- sident præsident, af lat. præsi- dens). Nú eru að vísu margir „for- setar“ til með hverri þjóð, í félögum og stofnunum, samkundum og þjóð- jiingum. Virðulegusl eru forseta- dæmi löggjafai’þinganna, hjá oss Alþingisforsetarnir. — Förseti er eftir merkingunni sá, er forsæti hefir meðal fleiri samankominna eða sam- vinnandi manna og stjórnar störfum

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.