Samtíðin - 01.04.1941, Síða 16

Samtíðin - 01.04.1941, Síða 16
12 SAMTlÐIN vinnuhæli þurfamanna. Lögreglu- þjónninn iiafði nú látið fangann setj- ast á stól, og því næst gerði ég hon- uin skiljanlegt, að liér væri alls ekki um refsingu að ræða, heldur við- leitni lil hjálpar, og að nú ætti liann að fara rakleitt i sjúkrahús. Um leið og lögregluþjónninn leiddi fangann út, leit hann um öxl til min, og í öðru auga hans hrá fyrir ein- hverjum glampa, rétt eins og liann hvggi yfir leyndarmáli. Þakka yður fyrir, dómari, sagði hann, og glampinn í auga lians varð að brosi, sem breiddist yfir allt andlit lians. í þessu I)rosi vottaði fyr- ir sliku öryggi og þakklæti, að mér er það enn í minni. AGINN EFTIR kom bílstjóri þjótandi til mín inn í dóm- salinn. — — Dómari, þér vitið — þessi skrítni flækingur, sem var hér í gær, sagði hann og var óðamála. Já, hvað er með hann? spurði ég. — Nú, læknirinn gerði allt, sem þér óskuðuð eftir. Hann lét gefa hon- um að borða, batt um ígerðirnar á höndunum á honum, Iét baða liann og hátta hann ofan í rúm. Fór í stuttu máli með hann, eins og þetta væri hvitvoðungur. Bilstjórinn þagnaði, eins og hann hikaði við að Iialda áfram frásögn sinni. — Og? dirfðist ég að skjóta fram í. — Og alll virtisl vera i bezta lagi. Flækingurinn hrósaði rúmfötunum og sagði, að sér fyndisl rétt eins og hann væri kominn heim. En lnrnn vildi ekki segja okkur, hverra manna hann væri, heldur lagðist til svefns með þessu ánægjubrosi sínu. — Það gleður mig, svaraði ég. — En það er ekki allt búið enn, dómari, því í morgun fundum við veslings flækinginn — dauðan í rúm- inu. — Ha ? — Dómari, þegar við komum að rúmi hans, lék þetta sama gleðibros um varir hans. Bilstjórinn þagnaði. Það var eins og hann væri að híða eftir einihverju. Þvi næst sneri hann sér snögglega á hæli og skundaði hurt með svo hvellu fótataki, að jafnvel réttar- skrifarinn hrökk við. SÍGARETTUR hafa verið reykt- ar i Evrópu í rúmlega hundr- að ár. Svo er talið, að sígarettu- reykingar hafi fyrst borist til álf- unnar með frakkneskum hermönn- um, sem komu frá Algier. En íbúar l>ess lands reyktu tóbak, sem þeir vöfðu maísblöðum utan um. Aðrir telja, að Spánvérjar hafi fyrstir Ev- rópumanna húið til sígarettur handa kvenfólki, en karlmenn reyktu píp- ur og vindla. Víst er um það, að um 1830 reykti spænskt kvenfólk sígarettur í stórum stíl. Fyrsta síg- árettuverksmiðja, sem sögur fara af, var stofnuð í Frakklandi árið 1843. Til Englands harst þessi iðn- aður ekki fyr en nokkru seinna. Skáldið Charles Dickens reykti mikið sígarettur, en ekki náðu þær almennum vinsældum fyr en eftir 1870.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.