Samtíðin - 01.04.1941, Qupperneq 18

Samtíðin - 01.04.1941, Qupperneq 18
14 SAMTIÐIN fyrir sín vesælu branð og rýru tekj- ur. Bók séra Sigurbjarnar sýnir, aÓ sú lirakspá rættist ekki. Hún sýnir lesandanuni nienn, sem eru kristnar trúarhetjur, þess alkúnar að fara að orðum meistara síns: „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hánn sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér.“ l’að er sjálfmfneitun og píslarvætti, sem fylgir trúnni hér, en ekki „lífs- þægindi“ né „liftrygging“. Bók sr. Sigurbjarnar nær ekki fram á stríðsárin 1939—1940, sem ekki er við að búast, þar sem enginn aðgang- ur mun að traustum beimildum um þann tíma. Hins vegar gefilr hún hug- mvnd um þá heimssögulegu baráttu, sem fram fór milli kirkjunnar og ríkisins næstu árin eftir valdalöku núverandi stjórnenda Þýzk'alands. Fróðlegt væri að vita, hvernig afstað- an er orðin milli þessara aðila, síðan styrjöldin bófst. En sú fræðsla mun verða að bíða betri tíma. Yfiríeitt mun sagan um líf og bar- áttu kristinnar kirkju í „þriðja rík- inu“ varla verða svo rituð fyrst um sinn, að fulltreysta megi. Margar heimildir um það mikla mál munu enn órannsakaðar, og auk þess vandi enn um sinn að greiða milli góðra beimilda og vafasams áróðurs. En það segir bók sr. Sigurbjarnar Ein- arssonar mjög skýrt og ótvírætt, að kristindómurinn er enn iíf og kraft- ur, að „trú vor, hún er siguraflið, sem hefir sigrað heiminn“. Það er gömul saga og ný sera sannast nú, á ein- hverju örlagai’íkasta tímaskeiði mannkyns- og menningarsögunnar. VITURLEGT mundi það reynast okkur Islending- um, ef við létum núverandi styrjöld kenna okkur að liúa meira að öllu innlendu en áður. ísland er eilt lúð mesta matarland veraldarinnar, en íslenzka jijóðin er dreifð, sundur- þykk og hugsar oft eingöngu um hagsmuni líðandi stundar. Eftir að styrjöldinni er lokið, má vænta mik- illar dýrtíðar vegna hækkandi verðs á erlendum vörum, meðal annars vegna skipaskorts, er skapar dýr farmgjöld og aukinnar vöruþurftar þeirra þjóða, sem nú eru innibyrgð- arog ekki ná til vestrænna markaða. Sam tímis má búast við, að verð á ís- lenzkum afurðum lækki mjög í verði, er styrjaldarþjóðirnar fá tóm til þess að sinna atvinnuvegum sín- um á ný. Það má því teljast lífsnauð- syn, að við íslendingar venjum okk- ur nú þegar á að nevta sem, mests af okkar eigin matvörum, auk þess sem slikt má telja bverjum þjóðhollum manni rétt, skylt og heilsusamlegt. Á demantsbrúðkaups- d aginn. Hann: —- Jæja, elskan mín, nú ætla ég að segja þér kærkomnar fréttir í tiléfni dagsins. Hún: — livað er það, elsku karl- inn minn? Hann: — Þennan demantshring, sem þú berð á hendinni, gaf eg þér í dag fgrir 75 árum. Og veiztu nú hvað. í dag greiddi ég síðustu af- borgunina af honum, svo að nú áttu hann algerlega skuldlaust.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.