Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN ingar, sammerkt orð eða það, sem synonyms heita á ensku. En alger- lega sammerkt orð eru í fæstum tungum mörg og mjög fá hérlend- is, vegna þess hve íslenzkan er ein- stofna tré. Þess vegna hjó Snorri Sturluson til orðið samheiti og Iiafði í rýmri merkingu, — viður og selja eru samheiti, sagði hann (en selja var víðir). Samheiti eru orð, sem geta táknað sama hugtakið eða hug- tökin, þótt jaðarmerkingar orðanna og stílgildi séu jafnan sundurleit, og einstöku sinnum, þótl aðalmerking- ar séu mjög fjarskyldar. Nú er unnið að samheitahúk, sem ég er við riðinn og á að verða full- samin 1946. Það er ekki „sýnonýma“- hók, heldur samheitahók á hlið- stæðum grundvelli við Alvíssmál Eddu, nafna- og heitaþulur Snorra- Eddu (Skáldskaparmál) og Thes- aurus og English Words and Phras- es eftir Roget, vinsæl bók meðal allra enskulæsra manna. „Sýno- nýma“-bækur um öll nálega sam- mcrkt orð eru að visu mikið not- aðar víða um lönd, en við vand- lega ihugun hef ég sannfærzt um, að okkur sé meiri fengur að bók með samheitaskrám, eins og Roget samdi. Slafrófsröð kýs ég þó að fylgja á uppsláttarorðum, svo að helztu notkunarkostir einfaldra sammerkingabóka ættu að nást. Merk- ing orða verður hvergi skilgreind nema af undantekningarástæðum, en sammerktu orðin, sem standa við hliðina, látin skýra hana sjálf- krafa og svo setningadæmi, þar sem rúm leyfir og brýnust er þörf. Engin leið er að láta samheitabók koma í stað fullkominnar orðabók- ar, heldur heimtar hún hina full- komnu orðabók bráðlega á eftir sér, spái ég. Um útlit og einstakar orðaþulur bókarinnar skal ekki fjölyrt, aðeins getið þess, að fljótgert á að verða hverjum meðalskýrum manni, að finna þar þau orð tungunnar, sem hann kemur ekki vel fyrir sig í svip- inn, en finnst hann þurfa yfir liugs- un sína, og til ýmiss konar náms yrði hún nothæf. Stundum getur hugsun manns skýrzt við slíka orða- leit. „Þá nam eg frævast og fróður vera og vaxa og vel hafast, orð mér af orði orðs leilaði,“ mælti orðlist- arhöfundur Ásgarðs. Mótheiti eru þau orð, sem geta táknað andstæð hugtök við sam- svarandi samheiti. Fátt örvar het- ur hugsun en andstæður og mótheiti, og' sjaldan er orð skilið til fullnustu, nema sjá megi ranghverfu þess eða andstæðu fyrir hugskotsaugum. Samkvæmt tilgangi og eðli hókar- innar verður lögð nokkur áherzla á að sýna jafnan mótheitin. Tækni 20. aldar og verkaskipting stélta gera nýjar kröfur til máls- þróunar, og málið hefur aldrei ver- ið á eins hröðu skeiði heilbrigðra og ólieilhrigðra breytinga og nú. Þarfar breytingar á að greina frá óþörfum, róttæk stefna og íhalds- semi eiga rétt á sér hlið við hlið. En fyrsta krafan, sem þróunin má ekki brjóta bág við, er, að tungan sé ein, klofni aldrei i fornt og nýtt mál né i sveita- og kaupstaðamál, alþýðu- og lærdómsmál, sérmál þröngra stétta, hafnarkviamál, sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.