Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 29
SAMTlÐIN 25 kirtillinn var ge'rður ófrjór og látinn framleiða hið geysimikilsverða efni, hormón, í stað sæðis. Árangurinn af þessari aðgerð var skjótur og gekk kraftaverki næst Aður en fáar vikur voru liðnar, var dr. Lorenz orðinn allur annar maður. Hann lék nú við hvern sinn fingur, var stálhraustur, hugsanir hans öðl- uðust sama skýrleik og áður hafði einkennt þær, og allur líkami hans vngdist greinilega. I fyrstu voru aðrir læknar van- trúaðir á merkilegan árangur af yng- ingartilraunum dr. Steinachs. Vís- indamenn verða ekki uppnæmir fyr- ir neinu. í þetta sinn ypptu læknarn- ir á meginlandi Evrópu öxlum og spáðu þessari nýjung engu góðu. Þeir töldu víst, að tilraunirnar mundu ekki lánast nema rétt stöku sinnum, og enda þótt þær heppnuðust, mundi hrörnunin brátt segja til sín. Það óttaðist Steinach einnig sjálfur. Með 10 ára yngingarstarfi, frá því að hann hafði framkvæmt aðgerðina á dr. Lorenz, lókst honum þó að sann- færa menn um, að 90% af aðgerðum hans hep]niuðust algerlega og voru ekki einungis skammgóður vermir, heldur til frambúðar. Þeir einu, sem læknisaðgerð Ste'in- achs hafði ekki fyllilega varanleg áhrif á, voru menn, sem orðnir voru gamlir, er hún var framkvæmd á þe’im. Eftir 5—8 ár tóku þeir að eldast á ný. Tók Steinach þá það ráð, að gera sams konar aðgerð á þeim sæðisstreng þeirra, er áður liafði ver- ið ósnertur. Við fyrri aðgerðina hafði kynhvöt þessara manna örvazt mjög, jafnvel þótt þeir fyrir elli og lasleika Geir Stefánsson & Co. h.f. Umboðs- og heildverzlun Austurstræti 1 Reykjavík Sími 1999. Vefn a ðar vörur Skófatnaður Umbúðapappír Smiðjan Sindri Hverfisg. 42 Sími 4722 Alls konar járnsmíði og vélaviðgerðir. fyrir sjávarútveg, iðnað og landbúnað.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.