Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 21
SAMTlÐIN 17 útlendingar skilji graut í, né neitt því líkt. Til að afstýra þeirri hættu þarf að efla móðurmálsnám. Ég trúi því, að samheitahókin geti orð- ið til gagns í þeirri eflingu. Orðlistarkröfur framtíðarmenn- ingar eru okkur lítt ljósar enn, og þó væri háskalegt að gleyma þeim. Það eru ekki kröfurnar, sem hlaða- lesendur lieimshorganna láta móta stórþjóðamálin síðuslu áratugi. Heldur krefst framtíðin þess, að við íslendingar séum við sjálfir í riti og ræðu, látum það þroskast, sem okkur er hezt gefið og ef til vill einum gefið. Ofsagt er, að náttúra og landshagir skapi menn alveg eft- ir sér, en ekkert hetra en náttúr- an verður tekið til samlíkingar við þá íslenzku, sem við erum skyldir til að búa í hendur snillingum fram- tíðarinnar. Tungumál Jónasar Hall- grímssonar er fagurfægt og vinhlýtt sem náttúrumyndir lians. Lestur þess er sama nautn og að sjá vítt af „tindi Heklu hám“, „þar sem um grænar grundir líða j' skínandi ár að æg'i blám.“ En dróttkvæðin og goðhorið mál þeirra er eins og „hundrað þúsund kumbla kirkju- garður“, hafísaálfan norður af land- inu, og „ótal þúsund örvabroddar glitra, j ótal þúsund sólargeislar titra, skjálfa hræddir hörku þinni mót,“ — svo að liöfð séu ávarps- orð skálds, sem var hversdagsmál- ið tiltækara en flestum öðrum, og missti ekki heldur sjónar á sindr- andi tindum þess, sem vart verður náð. Vinhlýja máls og lands, liarka og glæsileikur tungu og lands, sér- hvert tilbrigði íslenzkunnar og HANS KLAUFI: 3. grein Ur dagbók Högna Jónmundar Miðvikudagurinn 14. janúar 1942. UNDANFARNAR vikur liefur Vig- dís Ámunda verið hér eins og grár köttur, og ég hef veitt þvi al- hygli, að það er eitthvað grunsamlegt pukur á Karólínu og henni. Á laug- ardaginn var ég dálítið lasinn, svo að ég fékk frí lijá meistaranum og kom lieim um miðjan dag, öllum á óvart. Þegar ég kom inn í eldhúsið, var þai engin sál, en þriggja punda sóda- kaka brann við inni í bakaraofninum. Innan úr svefnkamisinu harst lágl pískur. Ég læddist að dyrunum, sem stóðu í liálfa gátt, og gægðisl inn. Þar sálu þær, Vigdís og Karólína, við lítið horð, með glas á milli sín, studdu á það fingrum og mátti lesa sþenning og eftirvæntingu lit úr ásjónum þeirra. Svo Ieit Vigdís sigri hrósandi á Karólínu og sagði: „Ilann segist hafa dáið 1791“. „Já“, svaraði hin. „Það er nokkuð langt síðan“. „Jæja“, sagði Vigdís. Mér varð það á að hnerra, og þær hrukku í kút. Það kom svo mikið landsins hafa kristallazt á liðnum tímum í orðum landsmanna, og orðabókarstörf eru tilraunir til að láta ekki þessa silfurbergskristalla glatast. — Síðari tímar sjá ef til vill betur, hvað i kristöllunum speglast.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.