Samtíðin - 01.11.1946, Side 7

Samtíðin - 01.11.1946, Side 7
SAMTIÐIN Nóvember 1946 Nr. 127 13. árg., 9. heíti ÍTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. CJAMTÍÐIN birtir hér annan kafla úr rit- gerð Bjarnar L. Jónssonar: Heilsufar og mataræði á íslandi fyrr og nú (prentuð I ritinu, Nýjar leiðir II), og nefnir höf- undur þennan kafla: Fjölbreytt og fá- breytt fæða. „Mikið er um það talað, að fæðið þurfi að vera sem fjölbreyttast til þess að forð- ast skort einstakra næringarefna. Þetta liggur í augum uppi, ef orðið f j ö 1- b r e y t n i er skilið á réttan veg. En því miður vill verða misbrestur á því, jafn- vel meðal lækna og heilsufræðinga. Og misskilningurinn stafar af því, að flestir miða við það, hve margar fæðutegundir eru á boðstólum eða jafnvel hve margir réttir. En hið r é 11 a mat á fjölbreytni fæðunnar er efnainnihaldið í dag- legu viðurværi. Það er hægt að matbúa kjöt og fisk á marga mismunandi vegu. Þetta skapar fjöl- breytni á yfirborðinu. En þegar niður í magann kemur og næringarefnin berast til frumanna, þá er kjötið alltaf kjöt og fisk- urinn alltaf fiskur, hvernig svo sem það er matreitt. Helzti munurinn er sá, að því meira sem brasað er og borið í, því „fínni“ og kryddaðri sem rétturinn er, þeim mun óvelkomnari verður hann maganum. Hann kann ekki að meta allar þessar nýtízku kokkakunstir, og hætt er við, að lærðu matreiðslumennirnir fengju óþvegið orð í eyrað, ef maginn fengi allt í einu málið. Úr hvítu hveiti og sykri eru búnar til fjölmargar tegundir matar eða þetta er notað til að skapa „fjölbreytni“ í ýmsum réttunj. En líkaminn virðir að vettugi alla þá stimpla, sem matreiðslumaðurinn eða bakarinn setur á sterkjuna í hveiti og sykri. Að dæma um fjölbreytni fæðunnar eftir fjölbreytni réttanna er því likt og að dæma um andlegt og líkamlegt atgervi konunnar eftir því, hve marga og skraut- lega kjóla hún á. Og oft er það einmitt svo, að þessi fagri búningur er notaður, ósjálfrátt eða vitandi vits, til þess að breiða yfir og fela fyrir sjónum vorum og bragðskyni fábreytnina, og oft og tíð- um beinar skemmdir og fæðugalla. Ef til vill er ekki mikið um það hér á landi, að skemmdur matur sé grímubúinn á þann hátt, en þó er það til, og þá helzt kjöt. En erlendis hefur þetta verið gert í stór- um stíl, og er gert enn, þrátt fyrir strangt eftirlit. Frjá sjónarmiði líkamans, næringar- fræðingsins og heilbrigðrar skynsemi er það ekki fjölbreytni í matreiðslu, sem á að keppa að, og jafnvel heldur ekki fjölbreytni í matarvali eða fæðuteg- undum, heldur fjölbreytni í efnainni- h a 1 d i þeirra matvæla, sem neytt er. Reynslan sýnir einmitt réttmæti þessarar kenningar. Eskimóar lifðu eingöngu á dýrafæðu. Þeir lifðu að vísu ekki aðeins á kjöti og spiki, eins og sums staðar sést haldið fram, heldur átu þeir blóðið og innmat allan, hausa og jafnvel bein. I þessu fengu þeir öll þau efni, sem líkam- inn þarfnaðist, honum var þetta nægileg fjölbreytni. Aðrir þjóðflokkar hafa lifað við afburða heilsu á eintómri jurtafæðu, án kjöts og jafnvel mjólkur. Tilraunir hins heimsfræga, danska læknis og manneldisfræðings, dr. Hind- hede, sýndu, að hægt er að lifa mánuð- um og árum saman við fulla heilsu og við erfiðisvinnu á brauði úr heilhveiti og smjöri, eða rúgbrauði og smjöri, eða kar- töflum og smjöri, auk vatns, án þess að bragða nokkurn annan mat. Forfeður vorir lifðu að mestu leyti á dýrafæðu, en hún var sannarlega ekki fá-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.