Samtíðin - 01.11.1946, Qupperneq 18

Samtíðin - 01.11.1946, Qupperneq 18
14 SAMTÍÐIN SIGURÐUR SKÚLASDN: NAUÐSYNJAMÁL 6. Okkur vantar íslenzka bókmenntasögu 1IJJÖRG ERU þau verkefni á vett- vangi islenzkra fræða, er nú krefjast úrlausnar. Eitt þeirra verk- efna, sem enga bið þolir, er samn- ing ítarlegrar, íslenzkrar bók- menntasögu frá fyrstu tið til okk- ar daga. Bókmenntasaga Finns próf- essors Jónssonar bin meiri um ís- lenzkar fornbókmenntir var að ýmsu leyti þrekvirki á sinum tima, en nú er bún, sem vænta má, um margt úrelt orðin, auk þess sem iiún er á erlendu máli. Bólcmennta- sagá Finns Jónssonar bin minni (á dönsku) skiptir ekki máli í þessu sambandi. Jón prófessor Helgason hefur samið norrærta bókmennta- sögu á dönsku, en sú bók er kennslu- bók banda stúdentum, er leggja stund á norræn fræði. Hún er gagn- orð í bezta lagi, og er þar tekið tillit til þeirra rannsókna, sem fram Iiafa komið á seinni árum, en bók- in kom út 1934. Um allar hinar mörgu aldir, eftir að fornbókmenntum okkar lýkur, er engin prentuð bókmenntasaga til, heldur ekki á dönsku. Sú var tíðin, að lærðir menn við Hafnarháskóla liöfðu ekki ýkjaháar hugmyndir um íslenzkar bókmenntir eftir siða- skipti og liafa reyndar ekki enn, velflestir. Vilhjálmur Þ. Gislason segir á bls. 6 í bók sinni lslenzk end- urreisn, að téður háskóli bafi lýst yfir þvi, vegna fyrirspurnar Þor- steins Gíslasonar, föður hans, er þá lagði stund á norræn fræði þar, að það, sem ritað hefði verið á Islandi eftir 1500, væri allt vísindunum ó- viðkomandi. Þorsteinn Gíslason hugðist velja sér að lcjörsviði til meistaraprófs íslenzkar bókmenntir frá siðari öld- um, en heimspekideild Hafnarhá- skóla lagði bann við því, að bók- menntir okkar eftir 1750 væru takl- ar námsgrein þar, og var greinar- gerð hennar svolátandi: „Þetta hef- ur aldrei verið leyft, og eng:nn námsmaður hefur fyrr beðið um slíkt. Háskóladeildin, sem sarr.kv. opnu bréfi 10. ág. 1848 ákveður 'pær kröfur, sem gerðar eru til bvers ein- staks manns við meistaraprófin. hef- ur við þessi próf í norrænu aldrei lagt neina áherzlu á þær bókmennt- ir, sem liafa smám saman l:omið upp á Islandi, síðan þekking á og smekkur fyrir fornum bóknennt- um svo að segja steindó, sen varð hér um bil um 1500. Forn-islenzkar bókmenntir eru að sjálfsögðu ein allra mikilvægasta grein norrænn- ar málfræði, en ný-islenzlu bók- menntirnar eftir bér. um bil .1500 bafa miög lítið eildi fvrir læssa vís- indasrein i heild“. (Úr ritserð um Þorstein Gíslason eftir próf. Alex- ander Jóhannesson i Andvara, 70. árs., bls. 6). Hið einstrengingslega, danska

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.