Samtíðin - 01.11.1946, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN
15
sjónarmið, sem liér kemur fram,
sýnir, að Islendingum var engin
vanþörf á að eignast háskóla liér
á landi, þar sem unnt væri að velja
sér próf-viðfangsefni úr fræðum
okkar eftir íslenzkum geðþótta.
Enda þótt hið danska sjónarmið í
þessum efnum hafi að vísu breytzt
nokkuð síðan um 1895, er dönsk-
um fræðimönnum áreiðanlega ekki
tamt af ofmeta hókmenntir okkar
eftir 1350. Bókaflóðið, sem til Is-
lands hefur streymt frá Daiimörku,
síðan samgöngur hófust milli land-
anna, s.l. ár, hefur skolað hingað lit-
illi bók, Levende nordisk Littera-
tur, eftir dr. Ilakon Stangerup. Þessi
bæklihgur fjallar að vísu um is-
lenzkar fornbókmenntir á hálfri
elleítu hlaðsíðu, og virðist þar yfir-
leitfc ekki vera hallað réttu máli,
enda fer höfundur eftir áðurnefndri
bókmenntasögu Jóns próf. Helga-
sonar. En ekki þykir höfundi taka
]jví að geta þess, að hér hafi orðið
til neinar bókmenntir, sem lifa. síð-
an fornbókmenntir okkar voru i let-
ur færðar. Ætti hann þó að kann-
ast við Passíusáhna Hallgríms Pét-
urssonar og Vidalinspostillu af rit-
um dr. Arne Mpllers um þessi höf-
uðrit okkgr frá 17. öld. 17. öldin
er að vissu leyti athyglivert blóma-
skeið islenzkra Ijókmennta. Og á 16,
öld fóru íslendingar langt fram úr
Norðmönnnm á bókmenntasviðinu.
Þá eignuðumst við prentsmiðju,
löngu á undan þeim, sálmabók,
bibliu og kirkjumál og sveigðum
erlendan áhrifastraum undir þióð-
lega menningu. Islenzkar núliðar-
bókmenntir afgreiðir dr. Stangerup
í 11. kafla bókar sinnar með orð-
um, sem réttast þykir að tilfæra hér
á móðurmáli hans sjálfs. Hann seg-
ir þar: „Island, som havde været
næsten tavst siden Sagaens Dage,
frembringer ingen Digtere af fælles-
nordisk Betydning, nogle af Dem
skriver paa Dansk, en enkelt paa
Norsk, Besten maa oversættes — og
bliver oversat.“
Þessi ummæli bera vott um frá-
bæra vanþelckingu á hókmennta-
starfsemi íslendinga, eftir að forn-
sögur okkar voru samdar, og furðu
kynlegt mat á nútímaskáldum okk-
ar. Þess skal getið, að bók Stange-
rups er gefin lit að tilhlutun danska
stúdentafélagsins.
AÐ, SEM hér hefur verið drep-
ið á, ætti að vera okkur nokk-
ur hvöt til þess að færa frændþjóð-
um okkar á Norðurlöndum, og raun-
ar öðrum þjóðum lika. heim sann-
inn um, að íslendingar hafi hvergi
nærri verið athafnalausir um sköp-
un bókmennta — ekki sofið nein-
um Þvrnirósusvefni i þeim efnum
— frá því um 1350 og fram til þessa
dags. Þetta verður vitanlega með
engu móti betur gert en með samn-
ingu og myndarlegri útgáfu á itar-
legri, islenzkri bókmenntasögu. Auð-
vitað yrði sú bók fyrst og fremst
samin handa íslendingum sjálfum,
enda eigúm við alls enga sliká
prentaða bókmenntasögu á islenzku.
Svo mikið hefur verið ritað um
fornbókmenntir okkar á vmsum
málum, að ekki ætti að vera mikl-
um vandkvæðum bundið að skrifa
sögu þeirra. Má i þvi sambandi. auk