Samtíðin - 01.11.1946, Qupperneq 20
16
SAMTÍÐIN
þeirra rita, sem áður er getið, nefna
hina miklu, norsku bókmenntasögu
eftir þá Francis Bull, Fredrik Paas-
che og Á. H. Winsnes (5 binda verk,
Oslo 1924—37) .1 1. bindi þessarar
bókmenntasögu, er nefnist: Norges
og Islands litteratur indtil utgangen
av middetatderen, hefur Paascbe
ritað um lilut Islendinga í fornnor-
rænum bókmenntum af sýnu meiri
sanngirni en flestir landar hans
bafa áður gert, og að því er virðist,
án hinnar óviðkunnanlegu, norsku
ásælni í okkar garð. En vitanlega
nær ekki neinni átt, að við búum að
þessu erlcnda vei’ki, enda virðist
mega bæta þar um sumt, eins og
gengur, m. a. um kaflann um Eddu-
kvæðin, og ýmsar nýjar atliuganir
bafa verið gerðar, siðan það birtist.
En þegar fornbókmenntum okkar
lýkur, vandast málið, og einkum þó
að ])vi, er tekur til 17. og 18. aldar.
Skortir þar um margt undirbúnings-
rannsóknir, sem telja verður mikils-
verðan undanfara bókmenntasögu-
i’itunar. Mikið af bókmenntum þess-
ara alda liggur óútgefið og lítt kann-
að i fjölda handrita.
£ BÓKASKÁPNUM mimim eru
gevmdar nokkrar stílabækur,
sem ég lief miklar mætur á. t þeim
er „Ágrip af islenzkri bókmennta-
sögu frá miðri 14. öld til vorra
daga“, eftir próf. Sigurð Nordal,
skrifað eftir þvi, sem bann las okk-
ur, nemendum sínum i heimspeki-
deild Háskóla tslands, fyrir á ár-
unum 1922—26. — 535 bls. eru með
minni hendi, eða aftur að Hallgrími
Péturssyni, en þá tekur við rithönd
eins af félögum mínum, sem hóf
nám í deildinni um það leyti, sem
ég útskrifaðist þaðan, og endar
bandrit bans á Jóni biskupi Yida-
lín.
Ég minnist þessara bókmennta-
sögu-uppskriftarstunda bjá Nordal
með ánægju. Hver stund færði mér
nýja þekkingu, sem mig bafði áður
að mestu skort. Á fyrsta námsári
mínu við háskólann bafði ég lesið
bókmenntasögu Finns .Tónssonar
bina minni um fornbókmenntirnar.
Þar sem benni lauk, var mér líkt
farið og ferðamanni, sem kominn
er með vagn sinn á vegarenda. Hann
á enn óraleið fyi’ir böndum, en
framundan er veglaust torleiði. Yf-
ir þetta land, sem erlendir bók-
menntafræðingar kalla eyðimörk,
af því að þeir þekkja ekki bók-
menntagróður þess, eða vilja ekki
við bann kannast, tók Sigurður
Nordal sér fyrir hendur að gerast
leiðsögumaður okkar stúdentanna.
Með frábærri smekkvísi ruddi liann
litla nemendabópnum sinum viku-
lega álitlegan brautarspöl. Allt, sem
hann snart með töfrasprota þekk-
ingar sinnar og frásagnarsnilldar,
lifnaði við og varð bæði aðlaðandi
og skemmtilegt. Enda þótt bonum
hefði að sjálfsögðu ekki unnizt tóm
til að kanna öll liin fjölmörgu, ó-
prentuðu rit þeirra alda, sem bók-
menntasögu bans var ætlað að ná
vfir, virtist slikt ekki koma 'að sök.
Olli bvi fyrst og fremst frábær
glöegskvgni bans á það, bvað væru
aðalatriði í þessu sambandi. En bin
staðgóða, evrópska menntun bans
og yfirsýn barg verki bans frá því