Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 21
SAMTtÐIN 17 að verða nokkurs staðar m«ð lieim- alningslegu sparðatíningssniði, þar sem bókmenntamatið vrði að mestu leyti góðfúslega falið háttvirtum lesendum. Sjálfur kall&ði Nordal þetta „ágrip“, en kvaðst liafa hug á að semja seinna upp úr því all- stóra hókmenntasögu frá 1350 til okkar daga. 1 formála Lestrarbók- ar sinnar, sem út kom haustið 1924, komst Nordal þannig að orði: „Mál og menntir siðari alda liafa hing- að til orðið svo útundan i skólum vorum, að óhæfu gengur næst. En því hefur ekki valdið sinnuleysi kennara, heldur skortur handliægra bóka: ágrips af bókmenntasögu og lcstrarhókar“. Lestrarbókin hætti úr hrýnni þörf, enda var hún samstundis tek- in upp sem kennslubók í framhalds- skólum um gervallt fsland, og er notuð þar enn. Framan við hana var ])rcntuð ritgerð: „Samhengið i íslenzkum bókmenntum“. Þar komst Nordal m. a. svo að orði: „Erlendir fræðimenn, sem við forn- bókmenntir vorar fást, eru flestir alls ófróðir um menningarlif vort á siðustu' fimm öldum. Þeir gera sér helzt i hugarlund, að íslenzkar bók- menntir liafi orðið sjálfdauðar um 1400, kafnað i rimum og riddara- sögum, veslazt upp i svartadauða og harðindum. Tungan hafi hjarað óbreytt að mestu, af því að þjóðin liafi verið nógu einangruð, en þó um langt skeið ekki mátt lieita menningarmál. Síðan hafi orðið eins konar „islenzk endurreisn“ á öndverðri 19. öld, þjóðin liafi kom- ið sér upp visi til bókmennta, með þvi að leita fyrirmynda i fornöld sinni og erlendum samtímaritum og jafnframt liafi verið reynt að lireinsa tunguna af sora þeim, er niðurlæging undanfarinna alda liafi eftir sig látið. Þessar nýju bók- menntir og þetta nýja mál kalla þeir vitanlega ný-íslenzku og ný-islenzk- ar bókmenntir, svo að ekki verði á þeim villzt. Hvort tveggja er lítils metið út um heim af þeim fáu mönnum, sem vita svo mikið, að það sé til .... þeir fslendingar, sem vel eru að sér, kunna góð skil á bókmenntum vorum fyrir 1400 og eftir 1800. En þeim er það að mestu hulið, sem þar er á milli. Þeir þekkja að vísu Jón Arason, Hall- grim Pétursson, Stefán Ólafsson, Jón Vídalín, Eggert Ólafsson og fá- eina höfunda aðra, þó af handa- hófi. En mynd sú, er fyrir þeim vakir, af bókmenntum þessara alda, er ekki glöggur og óslitinn vegur, varla einu sinni síitrótt gata, held- ur einangraðir harðsporar, sem tor- vellt er að rekja saman“. plÐAN Sigurður Nordal birti þau ummæli sin, sem ég hef leyft mér að taka hér upp, eru liðin rétt 22 ár, og enn á íslenzka þjóðin ekki einu sinni hið liandhæga bók- menntasögúágrip, sem hann benti þá réttilega á, að hana skorti, hvað þá stærri bókmenntasögu um and- leg verk þeirra manna, er stuðluðu ómetanlega að vai'ðveizlu tungu okkar og samhengisins i bókmenn- ingu þjóðarinnar, þegar sárast svarf að henni og mest reyndi á andlegt viðnámsþrek hennar. Mér virðist

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.