Samtíðin - 01.05.1947, Síða 9

Samtíðin - 01.05.1947, Síða 9
SAMTÍÐIN 5 ÞEIR VITRI) — SÖGÐU: SIGURÐUR NORDAL: „Ég er ekki eins fullviss um neinn hlut og það, að lifandi trúarlíf, í hreinasta skilningi þess orðs, sé hið æðsta hnoss, sem nokkur maður getur öðl- azt. — Og bó að við getum flúið einveru alla ævina, þá stöndum við alltaf ein frammi fyrir dauðanum, þó að banasængin sé umkringd ást- vinum. Fyrir andlátið, í andlátinu, við helfróna, gerist eitthvað undur- samlegt, sem skilur ásjónu hins látna eftir grímulausa, oft með einkenni- legum friðarblæ á svipnum. Það er •eins og hann eitt andartak hafi stað- ið frammi fyrir miklum leyndar- dómi, hans innsta vitund látið eftir niót sitt á andlitinu. En þarna skil- ur með okkur. Þó að við séum for- vitin, sjáum við ekki nema hið liðna lík. Við verðum að bíða þolinmóð eftir meiri vitneskju, þangað til við stígum sjálf sama sporið. Og það vill svo vel til, að þetta er eina sporið í allri okkar framtíð, sem við vit- um með öruggri vissu, að við eig- um að stíga. — Ef þú ert samvizku- laus, geturðu ekki syndgað, svo að þú vitir það sjálfur, — I fornöld var bonan í karlmannsins augum eins og niatur og drykkur, góður matur og góður diykkur, sem menn gátu bar- izt um. En þeir háðu enga baráttu um hana í sinni eigin sál. Þá kom kii'kjan til sögunnar. Hún gerði kon- una að forboðnum ávexti. Menn fóru uð gera sér hræðilega samvizku af því að elska konu. Og að sama skapi fóru þeir að þrá hana meira, gera hana dýrlegri. Konan varð í augum þeirra blendingur af madonnu og dj'ófli. Hún varð ómótstæðileg. Guð- hræddir munkar fórnuðu í algleymis- vímu eilífri sáluhjálp sihni fyrir eitt faðmlag. Þá fæddist fyrst hin mikla ást. Og nú á dögunt, þegar karlmenn- irnir eru hættir að óttast konuna eins og áður og konurnar eru hættar að untgirða dyggð sína með sjöföldum múrum, er hin rnikla ást að deyja.“ Vitið þór þetta ? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver orti þetta: Láttu brenna logann minn, lof mér cnn að skoða’ ann, horfa í ennis cldinn þinn, inn í kvenna voðann. (?) 2. Hvaða drottning stýrði Dan- mörku, Noregi, Islaiidi, Græn- landi og Færeyjum og á hvaðá árum ? II. Hvaða kunnir Italir voru dæmd- ir til dauða 10. jan. 1944? 4. Hver var herkostnaður Itala í síð- ustu heimsstyrjöld? ö. Hver er Margaret O’Brien? EIR fau áskrifendur Samtíðarinn.Tr, sem cnn eiga ógreitt árgjald sitt í ár (20 kr.), eru beðnir að senda það nú þegar. BEZTU KAUPIN gera allir í verzlun IrrtiðjÓnS Jíónssonar á Hverfisgötu 50.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.