Samtíðin - 01.05.1947, Qupperneq 12

Samtíðin - 01.05.1947, Qupperneq 12
8 SAMTÍÐIN upp vænum sauðastofni, sem vera bar. Listasmiður var liann og sló járn við aflinn seint og snemma; gerði skeifur undir hvers manns hesta, sem vera bar. Ekki entist þctta honum til gæfu. Annað hvort var, að hann fékk ekki jarðnæði í þéttbýlinu eða lynti ekki við menn þar. Hann reisti bú í af- dalnum hjá Vífilsfelli, þeim er siðan hét Jósepsdalur og eigi Sauðadalur lengur. Kjarnland var þar þá. En síðan Jósep lézt, sá þar aldrei birki- kvist né strá. Sumarfegurð dalsins dró landnem- ann þangað, og vænir urðu dilkar hans á hausti. Minna varð um hey- feng, en vetur snjóþungur jafnan og hætt við felli á vorin. Bjargráðið varð skógurinn. Mokað var niður í hann, ef ekki náðist með öðru móti, og marinn upp hver kvistur á stór- um svæðum. Til kolagerðar var hrís- ið haft, þótt raunar væri það smátt og óhæft, þyrfti geysimiklu að eyða af því til smiðjunota. Þar er skemmst af að segja, að eftir 10— 20 ár var dalurinn öllum gæðum rú- inn og búskapnum mjög aftur far- ið, en Jósep gerðist svo úrillur, að hann gleymdi allri kristni, en ákall- aði því meir illvættir þær, sem hann hugði ofsækja sig og ráða iandauðn dalsins. Grímur Thomsen segir svo: Jósep hét einn hagleikssmiður, á heiðinni sem fyrrum bjó. Var það karlsins vondur siður i Viti öllu að bölva niður jafnan þegar járn liann sló. Fylltist bærinn blóti og ragni, burtu seinast fólkið stökk. Fjandanum Jóseps orð að agni urðu; fornar greina sagnir, að bærinn loks og bóndinn sökk. Myndaðist þar djúpur dalur. Dvergar einir byggja ’hann nú, yfir fiýgur örn og valur, í eyði stendur hamrasalur, cngin skepna á þar bú. Svo mikill stuggur stóð ;if dal hinna fordæmdu, að ránfuglar lofts- ins, valur og örn, hertu flugið yfir hann sem beinast og gerðu sér þar aldrei hreiður framar, þótt áður væru þar vahr og rjúpnaland mik- ið. Þjóðtrú hugði dalsbotninn siginn langt niður, af því að afrcnnsli vant- ar fram úr lionum, og þar niður Iiefði bærinn sokldð með Jósep heit- inn. En.sannara mun, að þegar skóg- arrætur fúnuðu í hlíðinni yfir,' gleyptu skriður bæinn eina nóttina, og varð enginn lil frasagnar. Lang- ferðamenn, sem riðu ofan af Ólafs- skarði að vanda og ætluðu þar til vinar að sækja, sem Jóseppur bjó með kjaftháttinn og skaflaskeifur nýslegnar, fundu hlaupskriður þvert yfir dalinn, en cnga byggð. Svo ægi- leg getnr nýoltin skriða verið ásýnd- um, að varla sér Iierfilegra djöfla- verk en það. Óhrein þvi er ávallt talin á Ólafsskarði þessi slóð, fram hjá sér þar flýtir smalinn, fælast hross, er nálgast dalinn, blótvargs þar sem bærinn stóð. Þar sem Jósep lét reksleggjur gjalla á járni við smiðjueld sinn, er steinn stór eftir og kallast Einbúi. Jósepsdals i djúpi miðju digurt stendur Grettistak. Sést um nótt þar sindra úr smiðju, sína fremja dvergar iðju, j>ar sem Jóseph járnið rak.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.