Samtíðin - 01.05.1947, Page 13

Samtíðin - 01.05.1947, Page 13
SAMTtÐlN 9 Þeir voru smiðir, nafnar og nyt- semdarmenn, Jósep í Nasaret og Jós- ep, sem nam hinn fagra dal í Blá- fjöllum og eyddi hann í hjargarleysi sínu. Lengra nær engin líking með þeim, sem von er, og hinn íslenzki öreigi sökk til fjandans. Sóma sinn hér eftir á hann undir Grími karli og Ármenningum. ÁSKADRAUMURINN, sem dró v landnema fyrir tíu öldum til Is- lands og til efstu molda á landinu eða til hamranesja, er skaga út í ís- haf, það var konungsdraumur á sinn hátt, löngun til að verða einvaldur í öllu byggðarlagi sínu. Lengi vel fannst mönnum mikið til um að búa þannig að sínu og þótti lítið mein að fásinninu, sem fylgdi, aðeins ef einveldið yfir landareigninni víðu var ekkert skert og helzt ef eigi sá svo mikið sem reyk upp af annarra manna bæjum i nánd. Það var á StUrlungaöld eða rétt eftir hana, sem upp kom orðtakið „setinn Svarfað- ardalur“ um þröngbýli það, sem of- mikið og illt þótti. Svarfaðardalur var og er með þéttbýlustu sveitum landsins. En á 14. öld, þegar „flóttinn úr sveitunum“ að sjónum birtist fyrsta sinni í landssögunni og saknendur tóku að skilja, að þéttbýli i Svarf- aðardal ætti ekki að teljast jafPillt °g þjóðinni þótti, var ort þessi háð- vísa um orðtakið „setinn Svarfaðar- dalr“. Þegar liittust lirafn og valr, hvor varð öðrura feginn. Þá var setinn Svarfaðardalr: Sinn bjó hvorum megin. Herskárri menn en hrafn og val- ur þóttu fundust vart í strjálbýlinu íslenzka, og því var það reynsla, að þar urðu menn hver öðrum fegnir, þá sjaldan sem þeir hittust. En til þess að sá árangur næðist, máttu ekki húa fleiri en tveir í öllum Svarf- aðardal að dómi þessarar háðvísu. Þá mundi dalurinn fullsetinn. Óskadraumur Jóseps fann full- nægju í Jósepsdal. Fullnægjan entist, meðan sá hugarburður dugði, að kjarnlendi dalsins væri eins ending- argott til beitar og skógarnotkunar og láglendisgróðurinn var, en á því þoli reyndist mikill munur. Hið fagra í Jósepssögu var liinn þjóðlegi óska- draumur. Um hitt, hver raunin varð fyrir honum, tölum við ekki fleira. Landbúnaðarsaga okkar á sér í sumu furðulíkan feril og Jósepssaga. Því er að fagna, að enn hefur hú- skapur okkar ekki hreytt nema la- um sveitum heilum úr Sauðadals- blóma í eyðilagðan Jósepsdal. Um gróðurlendisrýrnun af slíkum völd- um hefur Hákon Bjarnason gert nokkurt yfirlit í ársriti Skógræktar- félagsins (Áhúð og örtröð, Arsrit 1942, shr. síðari greinar þar). Ekki er að sakast um orðinn lilut, en læra af reynslu að vernda nótt- lirugæðin. Landnámsdraumur Jóseps, er hann hyggði dalinn, og landnáms- draumar og sjálfræðisdraumar for- féðranna allra hafa brugðizt að vísu meira og minna, en þykja vissulega hetur dreymdir en ódreymdir, því að ella hefði aldrei gerzt nein saga af Islendingum. Eigi enn að gerast saga af Islend- ingum, — eigi glæsileg framtíð að

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.