Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 flutninga og sildarleitar fyrstu ár- in. Brátt kom í ljós, að verkefnum félagsins fjölgaði það ört, að þörf varð á, að fleiri legðu þar hönd á plóginn. Var þá leitað til Reykvík- inga um framlag viðbótarlilutafjár, og jafnframt var aðsetur félagsins flutt til Reykjavíkur og nafni þess breytt í Flugfélag íslands. Þetta gerðist árið 1940.“ „Hefur vöxtur félagsins ekki ver- ið ör síðan?“ „Það má segja. Vorið 1942 eign- aðist það fyrstu landflugvélina, fyrstu tveggja hreyfla flugvélina, sem keypt var liingað til lands. Ár- ið 1944 kevpti F. í. fyrsta Catalina- flughátinn og 1946 fyrstu Dakota- flugvélina. 1948 var Skymaster- flugvélin Gullfaxi keypt, og nú er svo komið, að félagið á samtals þess- ar 10 flugvélar: 1 Skymaster-flugvél (Gullfaxa). 3 Dakota-flugvélar (Glófaxa, Gljá- faxa og Gunnfaxa) , 3 Catalina-flugvélar (Sólfaxa, Ský- faxa og Sæfaxa). 1 Grumman-flugbát (Snarfaxa) og 2 minni flugvélar (Dynfaxa og Svif- faxa). Samtals hera þessar vélar um 200 farþega.“ „Hvernig er áætlunarflugi F. í. háttað um þessar mundir?“ „í dag eru flognar áætlunarferðir frá Rej'kjavík til Sands einu sinni í viku, til Isafjarðar tvisvar i viku, til Hólmavíkur einu sinni í viku, til Blönduóss tvisvar í viku, til Sauð- árkróks fjórum sinnum í viku, til Siglufjarðar daglega, til Ólafsfjarð- ar tvisvar í viku, til Akureyrar tvisv- ar á dag, til Kópaskers tvisvar í viku og til Austfjarðanna: Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar einu sinni í viku lil livers. Til Hornafjarðar er flogið tvisvar í viku, til Fagurhólsmýrar tvisvar í viku, til Kirkjubæjarklaust- urs tvisvar í viku og til Yestmanna- eyja daglega.“ „Þetta mega heita ekki litlar sam- göngubætur innan lands, en hvað er um millilandaflugið?“ „Gullfaxi flýgur vikulega, á laug- ardögum, til Kaupmannahafnar og heim aftur á sunnudögum. Til Lon- don fer hann hvern þriðjudag og heim aftur samdægurs, en til Óslóar annan hvern föstudag og samdæg- urs heim. Á milli þessara áætlunar- ferða fer Gullfaxi svo leiguferðir fyrir erlenda og innlenda aðilja, ef tími vinnst til.“ „Rétt í þessu barst forstjóranum símskeyti frá útlöndum, þar sem spurt var, hvort F. í. gæti tekið að sér að flytja 42 sjómenn frá Amster- dam vestur um haf til Baltimore. Ivvað hann slíkar fyrirspurnir altíð- ar og gat þess, að sl. ár hefði Gull- faxi flogið 12 leiguferðir fyrir er- lenda aðila, flestar milli Evrópu og Vesturheims. Slíkar ferðir gefa all- mikinn gjaldeyri í aðra hönd, en hins vegar er vandkvæðum bundið að sinna þeim, þar sem þessi eina millilandaflugvél félagsins er mjög bundin við að sinna áætlunarferð- um sínum. Hefur F. I. aldrei hvikað frá föstum áætlunarferðum, enda þótt önnur arðvænlegri ferðalög liafi skyndilega boðizl.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.