Samtíðin - 01.07.1951, Page 16

Samtíðin - 01.07.1951, Page 16
12 SAMTÍÐIN 156. saga „Samtíðarinnar“ ina von ^Joetcíenam: A FLÓTTA I ANGT norður frá var skógurinn ömurlegur og hrikalegur. Stúlk- an og maðurinn vissu ekki, hver átti hann. Þau vissu naumast, hvert þau voru að halda og hvar skógur- inn endaði. Það eitt var þeim Ijóst, að norður á hóginn urðu þau að halda, til finnsku landamæranna, að þau máttu ekki láta sjá sig í bæj- unum, sem ef til vill voru þ.egar á valdi þeirra rauðu, og að i skógin- um voru þau nokkurn veginn örugg. Tatjana -— svo hét stúlkan — var uppalin i sveitinni, mitt á meðal stórra skóga, áþekkum þeim, sem þau höfðu undanfarna fimm daga reikað gegnum á leið sinni norður á bóginn. Af sólarhæðinni gat hún átt- að sig á því, hvað tímanum leið. Hún fann þá staði, þar sem jarðarherin og moltuberin uxu, og það var liún, sem ákvað, hvar þau kveiktu upp eld á kvöldin og létu fyrirberast á nóttunni. Hún gekk á undan, á mjúkum bastskóm. Ilin vökulu, gráu augu hennar leituðu og fundu heppileg- ustu leiðina. Hún stökk yfir fallna trjástofna, smaug gegnum kjarrið og henli honum þegjandi á dýra- slóðir, sem hún gjörþekkti allar. Aldrei leit hún um öxl, til að gá, hvað samferðamanni sínum liði. Wlassoff þrammaði á eftir henni; hann liafði ekki augun af þessari smávöxnu stúlku. Stutt, Ijóst skegg hans og sauðskinnskuflinn, sem hann var í, gerðu það að verkum, að hann leit út eins og hóndi. Hann var dósent i nútímasögu og kunni livorki að kveikja upp eld né elda héraskanka-súi3u. Það átti að heita svo, að liann kynni að skjóta. Hing- að til höfðu þau eldci þurft að svelta. Stúlkan var ruddaleg við' liann, enda þótt henni likaði ágætlega við hann og hefði aldrei hugann af honum. „Sækið þér vatn!“ sagði hún og rétti honum skaftpottinn. „Verið ekki liræddur, það er ekki heitt“ .. . Hún dró litla öxi undan helti sér og tók umsvifalaust og af mikilli leikni að höggva neðstu greinarnar af grenitré. Maðurinn hafði sótt vatn neðan úr ánni. Hann lagði nú grein- arnar. hverja ofan á aðra. „Fyrst kjarr!“ sagði Tatjana, og' hún sparn fæti við greinunum, svo að þær hrukku sín i hverja áttina. Wlassoff leit á þróttmiklar, úti- teknar hendur hennar, sem voru hrjúfar og viða hruflaðar, og hon- um kom i liug, að það voru aðeins fáar vikur, síðan hann liafði kynnzt þessari stúlku og rabbað við hana um norræjiar bókmenntir. Skönnnu seinna höfðu hvítu hersveitirnar orðið að liverfa burt úr bænum. Þær rauðu ruddust inn i borgina, og nú hófust handtökur á fólki hópum saman. Hending ein hafði ráðið því, að þau Tatjana liöfðu hitzt, þegar þau hurfu úr borginni. Nú urðu þau samferða áleiðis til landamæranna. „Farið þér gætilega!“ Tatjana sló hann laust í fótinn með grein, og hann hrökk undan.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.