Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRL ' SÖGÐU: KLEMENZ KRISTJÁNSSON: „Ef aðfluttur fóðurbætir er lítt fáanlegur eða svo dýr, að ekki en unnt að kaupa hann að nokkru ráði, þá er ekki annað en halda sér að innlendrií kornrækt í staðinn. Það er nokkuð annað að framleiða sinn eigin fóður- bæti á sinni eigin jörð og með þvá starfsfólki, sem er á búinu hvort sem er, eða svara út fyrir kjarnfóðrið fullu verði í peningum. Við sjáum það t. d., hvernig færi fyrir fram- leiðslunni, ef kaupa þyrfti heyið í stað þess að fá það af eigin jörð. Allir hljóta að skilja þennan regin mismun á eigin framleiðslu og að- keyptri vöru.“ EMERSON: „Samtal er það bezta, sem lífið hefur að bjóða.“ MONTAIGNE: „Það er okkur hollt að nudda og fága heilann með heila annan-a manna.“ PUBLIUS SYRUS: „Samræða er spegilmynd hugsunarinnar. Ræða mannsins er eins og hann sjálfur.“ JARLINN AF BEACONSFIELD : „Merkileg bók er kjörgripur, en ræða mikilmennis er meira en allt annað.“ LONGFELLOW: „Eiitt samtal við vitran mann yfir borðum er meira virði en tíu ára bóknám.“ RUSKIN: „Hugsaðu meira um það, sem þú átt að gera, en hitt, sem þá átt ekki að gera.“ ORÐTAK: „Ef þú hefur ekkert gott eða fallegt fram að færa — skaltu þegja.“ NYJAR BÆKUR G. Weber: Lýsingatækni. Með myndum. Gunnar Bjarnason íslenzkaði. 150 bls., ób. kr. 50.00. Svör við dæmum í eðlisfræði lianda fram- lialdsskólum (Fjölritað). 8 bls., ób. kr. 3.00. Kristín Sigfúsdóttir: Rit II. bindi. Gestir. Gömul saga. Jón úr Vör sá um útgáf- una. 528 bls., ób. kr. 65.00. Orvar Josephsson: Hvernig fæ ég búi mínu borgið? Sigríður Haraldsdóttir og Arn- ljótur Guðmundsson íslenzkuðu. 123 bls., ób. kr. 20.00. Barnabók Hlínar. Sögur og kvæði með myndum. 64 bls., íb. kr. 15.00. 100 léttir leikir fyrir heimili, skóla og leik- völl. Steingrímur Arason tók saman. 102 bls., íb. kr. 18.00. Þórarinn Helgason: Trúin á blekkinguna. 14 bls., ób. kr. 5.00. Gróðurhúsabókin. Með myndum. Rit- nefnd: Einar I. Siggeirsson, Halldór Ó. Jónsson og Ingólfur Davíðsson. 107 bls. ób. kr. 25.00. Símon Dalaskáld: Ljóðmæli. Valið hefur Þorvaldur Jakobsson. Um Símon Dala- skáld eftir Snæbjörn Jónsson. 488 bls., ób. kr. 66.00, íb. 78.00 og 88.00. Benjamín Sigvaldason: Sagnaþættir I. bindi. Síðari hluti. 167 bls., ób. kr. 28.00. Björn Þórðarson: Gyðingar koma heim. Rit um Palestinumálið. Með myndum. 208 bls., ób. kr. 40.00, íb. 55.00. Sigfús Elíasson: Ég lofa þig, guð, í Ijóði. Trúarljóð. 160 bls., ób. kr. 50.00. Richard Beck: Ættland og erfðir. Úrval úr ræðum og ritgerðum. 270 bls., ób. kr. 45.00, íb. 60.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÖKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 4527. Útibú: Laugavegi 12 og 82 og Le.ifsg. 4.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.