Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN allt, sem í okkar valdi stendur, til að auka öryggið á öllum sviðum.“ Framtíðaráform F. 1. „Hvað viltu segja um framtíðar- áformin?“ „Um framtíðina er alltaf örðugt að segja nokkuð álcveðið, jafnvel þótt heimurinn væri öllu stöðugri í rásinni en liann virðist vera um þessar mundir. Eitt er þó alveg aug- ljóst, og það eiy að vöruflutningar með flugvélum munu stóraukast i náinni framtíð. Eins og sakir standa, notum við Dakota-flugvélarnar okk- ar til flutnings á alls konar vörum; þær bera 3 lestir hver. En þar sem þessar flugvélar eru jafnframt not- aðar til farþegaflutninga, gerir það vöruflutningana með þeim óhent- ugri. í framtíðinni mundi því verða hagkvæmara að fá til þeirra flutn- inga sérstakar flugvélar. Hefðirðu komið hingað i gær, hefði varla orðið þverfótað hér fyrir eldavélum og ísskápum frá Rafha í Hafnarfirði. Við fluttum þá allt þetta norður á Sauðárkrók og Ak- ureyri. Verksmiðjan taldi mun hag- kvæmara að senda þessi tæki með flugvélum en skipum og spara þar með allar umbúðir utan um þau. Segja má, að vöruflutningar til sveita eins og Öræfanna fari nú að mestu leyti fram loftleiðis, og ég trúi ekki öðru en að svo verði víðar í náinni framtíð. Við fluttum t. d. í apríl 56.276 kg af vörum innan lands eða um tífalt meira magn en á sama mánuði í fyrra. Upplýsingaskrifstofa í London „Er F. í. að opna upplýsingaskrif- stofu í London í samvinnu við aðra aðilja?“ „Já, um það hefur nýlega orðið samkomulag milli Hf. Eimskipafé- lags íslands, Ferðaskrifstofu ríkis- ins og okkar, að þessi þrjú fyrirtæki liefji í sameiningu rekstur upplýs- ingaskrifstofu i London fyrir ferða- fólk, sem hefur hug á að ferðast liingað til lands. Skrifstofan verður i húsinu nr. 6 B í Princes Arcade við Piccadilly. Mun hún hafa náið samstarf við ferðaskrifstofur í London og stuðla að því eftir megni að vekja áhuga útlendinga fyrir ís- landsferðum. Forstöðumaður skrif- stofunnar verður Guðmundur Jón- mundsson, sem verið hefur umboðs- maður F. í. i London tvö undanfar- in ár.“ Þróun íslenzkra flugmála „Hvað viltu að lokum segja um þróun íslenzkra flugmála yrfirleitt ?“ „I skemmstu máli það, að hún hefur verið mjög ör. Vaxandi skiln- ingur valdhafanna hér hefur vitan- lega átt sinn þátt i því. Þó finnst okkur, sem að þessum málum stönd- um, allmikið á það skorta, að veitt sé árlega á fjárlögum ríkisins nægi- legt fé til flugmálastarfseminnar. Á fjárlögum þessa árs eru t. d. að- eins veittar samtals 3.4 millj. kr. til flugmála. Til samanburðar má geta þess, að til vegamála eru þar veittar 27 millj. kr. Þegar þess er gætt, að af fyrrnefndri fjárhæð til flugmál- anna eru einungis kr. 1.200.000,00

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.