Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 Þess er skylt að minnast með þakk- læti, að Eimskipafélagið hefur á- vallt sýnt okkur mikla velvild og að samstarfið við það hefur jafnan ver- ið með ágælum. Það má heita eðli- leg og æskileg þróun, að samvinna skuli myndast milli þeirra aðilja, sem að samgöngumálum lands- manna standa. Hvað örðugleikunum viðvíkur, þá hafa þeir svo sem ekki látið á sér standa. Hvernig ætti líka annað að vera, þar sem orðið hefur á rúmum áratug að skapa gersamlega nýja atvinnugrein, sem áður var óþekkt hér? Þar hefur sánnarlega þurft margs að gæta. Það er ekki nóg að vinna að flugvallagerð og kaupa flugvélar til landsins. Það þarf einn- ig að þjálfa allt það starfslið, sem vélunum stjórnar og annast eftirlit með þeim og flugvöllunum. Telja má, að þetta hafi tekizt giftusam- lega það, sem af er, þvi að íslend- ingar eiga nú þegar á að skipa mörg- um tugum reyndra flugmanna, vél- virkja og annarra þeirra sérfræð- inga, sem að flugmálum starfa. Okk- ar sárustu örðugleikar eru bundnir við þau slys, sem við höfum orðið fyrir. En þau hafa orðið okkur mjög alvarleg hvatning til þess að gera DRÁTTARVÉLAFLUTNINGUR MEÐ FLUGVÉL FRÁ F.í.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.