Samtíðin - 01.12.1951, Page 12

Samtíðin - 01.12.1951, Page 12
6 SAMTÍÐIN ÍSLAND GGTVR ORÐIÐ MIKIÐ FERÐAMANIVA L A IV D Samtai vd oCuduig aC. ^ddja íuitijMon f-i'anili/œmdaitjóri „MARGIR HAFA verið og eru jafnvel enn vantrúaðir á, að ísland geti i náinni framtíð orðið ferða- mannaland á heimsmælikvarða og haft milljónatekjur í erlen'dum gjaldeyri af dvöl erlendra gesta,“ sagði Ludvig L. Hjálmtýsson, for- maður Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda, er ég hitti hann að máli á dögunum og bað hann að láta i ljós hér í tímaritinu álit sitt á mögu- leikum þess, að unnt verði að gera ísland að ferðamannalandi á nú- tímamælikvarða. En Ludvig hefur mjög einlægan áhuga á að lirinda þessu mikla nauðsynjamáli í fram- kvæmd og hefur manna mest beitt sér fyrir því i ræðu og riti. ★ Viðhorfið fyrr og nú íslendingar hafa löngum verið mjög afskekkt þjóð, sem hefur ekki litið á gestakomu sem tekjulind, heldur skemmtilega tilbreyting i fásinni og einangrun. Það var áður fyrr oft mjög kærkominn viðburð- ur, er góðan gest bar að garði, og þrátt fyrir fátækt og örðugleika hef- ur höfðingleg gestrisni löngum verið eitt af virðulegustu einkennum ís- lenzku þjóðarinnar. í seinustu heimsstyrjöld var hin aldagamla einangrun íslands skyndilega rofin. Fyrir atheina flugtækninnar varð það þá dagleg- ur viðburður, að menn ferðuðust til Islands loftleiðis á ekki fleiri LUDVIG L. HJÁLMTÝSSON klukkustundum en dögum áður, meðan farin var sjóleiðin. Hér hafði þá hersetu mikill fjöldi útlendinga, sem færði okkur, vegna dvalar sinn- ar, meiri fjárfúlgur i erlendum gjaldeyri en nokkurn mann liafði áður órað fyrir, að safnast mundu í íslenzka sjóði. Að vísu var hér um að ræða ferðamannastraum með öðrum hætti en æskilegur gæti tal- izt. Engu að síður var með dvöl her- liðsins hér á landi sýnt og sannað, hvílík geysileg tekjulind erlendir ferðamenn gætu orðið islenzkum þjóðarbúskap. ■jc Akurinn er enn að mestu leyti óplægður „Hvernig telur þú, að skilyrðin séu hér til þess að taka á móti er- lendum ferðamönnum?“ spurði ég Ludvig Hjálmtýsson. Hann svaraði: „Aðstaða okkar til þess er ekki óáþekk því, sem fisk- veiðaaðstaða þjóðarinnar var á kúg- unaröldunum, þegar hana skorti að

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.