Samtíðin - 01.05.1956, Side 7
4. hefti 23. árg,
Nr. 222
Maí 1956
TlMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTIÐIN kemur út mánaðarlega nema i jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð-
ur Skúlason, Reykjavík, simi 2526, pósthólf 75. Árgjaldið, 45 kr. (erl. 55 kr.), greiðist
fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka i Bæk-
ur og ritföng hf., Austurstræti 1. — Félagsprentsmiðjan hf.
(ju.nnar
iion:
ÍH>fjar við öðlumst shiiyrði til vörusýninya—
FORUSTUGREIN Gunnars J. Friðriks-
sonar framkvæmdastj. i 2. hefti Samtíðar-
rnnar, um gagnsemi ísl. vörusýninga er-
lendis og nauðsyn þess að merkja útflutn-
ingsvörur okkar, hefur vakið athygli. Ætl-
unin var, að Gunnar birti hér bráðlega
aðra grein um nauðsyn vörusýninga hér
á landi, en fyrir þeirri hugmynd hefur
hann að undanförnu beitt sér í hópi ísl.
'ðnrekenda. Nú virðist vera að komast
skriður á það mál, og báðum við Gunnar
Því að láta í ljós álit sitt á þeim skilyrðum,
er skapazt mundu við það, að sýningar-
skálar og svæði umhverfis þá yrði opnað
1 Reykjavík. Hann sagði:
„Samstarf hefur nú tekizt með for-
váðamönnum ýmsra helztu atvinnuvega
°kkar annars vegar og Reykjavíkurbæ og
'þróttahreyfingunni hins vegar um að
krinda í framkvæmd hugmyndinni um
allvíðáttumikið vörusýningarsvæði í höf-
uðstaðnum, þar sem reist yrði hús mikið,
nota mætti bæði til íþróttaiðkana og
vórusýninga. Þarna mundu auk þess rísa
sniærri skálar, sem eingöngu væru ætlaðir
vórusýningum, en á sýningarsvæðinu
mundu skapast skilyrði til sýninga á stór-
um tækjum auk landbúnaðarsýninga.
Þegar þessi hugmynd er orðin að veru-
leika, en þess verður vonandi ekki langt
að bíða, munu skapast hér nýir og stórum
hættir möguleikar til að kynna fram-
leiðslu ísl. atvinnuvega, en það má kalla
þjóðarnauðsyn, að almenningur geti jafn-
an fylgzt með getu þeirra í þeim efnum
og hvar þeir eru á vegi staddir. Hingað til
hefur ástandið verið þannig, að ekki hef-
ur verið unnt að efna hér til vörusýninga,
nema eitthvert stórhýsi hafi verið í smíð-
um, sem viðlit var að nota í því skyni. Auð-
vitað hafa þær sýningar, vegna óhentugra
skilyrða, orðið óþarflega kostnaðarsam-
ar. En gagnsemin hefur reynzt ómetanleg.
Iðnsýningin mikla í Iðnskólahúsinu á
Skólavörðuhæð haustið 1952 varð ísl. iðn-
aði t. d. ómetanleg lyftistöng, af því að
hún opnaði augu alþjóðar fyrir því, hvers
hann væri orðinn megnugur. Síðan hef-
ur ekkert verið aðhafzt hér í þessa átt,
nema hvað vörur hafa að venju verið
hafðar til sýnis í búðargluggum.
í væntanlegum sýningarskálum höfuð-
staðarins munu cinnig skapast skilyrði til
menningarlegra sýninga á borð við Reykja-
víkursýninguna í Þjóðminjasafnshúsinu
um árið, listsýningar, atómsýninguna, sem
haldin var í Listamannaskálanum á dög-
unum, o. s. frv. Enn fremur verður þá
unnt að sýna hér erlendar vörur, sbr.
rússnesk-tékknesku vörusýninguna sl.
sumar. Aðrar menningarþjóðir hafa löngu
skilið nauðsyn hvers konar sýninga, og
má í því sambandi nefna Leipzig-sýning-
arnar (Leipziger-Messe), sem eru æva-
gamlar. Á ýmsum sýningarsvæðum er-
lendra borga er verið að sýna vörur mest-
an hluta ársins. Verkefnin yrðu hér marg-
vísleg eins og þar.“