Samtíðin - 01.05.1956, Side 8
4
SAMTÍÐIN
Vei%tu?
1. Hver orti þetta:
Land mitt, þú ert sem órættur
dravunur,
óráðin gáta, fyrirheit.
2. Hvað heitir höfuöborg Albaníu?
3. tlr hvaða máli eru landafræðiheit-
in: Massachusetts og Nebraska?
4. Hvað merkir febrúar?
5. Hvert er flatarmál jarðar?
Svörin eru á bls. 29.
Háir hælar voru fundnir uw af
lítilli stúlku, sem alltaf var kysst á
ennid.
Etni pessa hettis:
Gunnar J. Friðriksson: Þegar við
öðlumst skilyrði til vörusýninga Bls. 3
Dægurlagstextinn .................. — 4
Kvennaþættir Freyju . . . . ....... — 5
Getraunasíðan ......................— 7
Söngvarinn (smásaga) .............. — 8
Frá Þjóðleikhúsinu ................ — 9
Ásbjörn Magnússon: Ferðaþáttur .. — 11
Ægileg nótt (framhaldssaga) .... — 13
Vísnaþátturinn .................... — 16
Höfundur hlustpípunnar ............ — 17
Guðm. Arnlaugsson: Skákþáttur .. — 19
Hrottalegar refsiaðgerðir ......... — 20
Ritgerðasafn Kristjáns Albertssonar — 23
Árni M. Jónsson: Bridgeþáttur .... — 25
Nýjar erl. bækur. — Skopsögur o. m. fl.
Forsíðumyndin er af JANE RUSSELL í
kvikmyndinni „The French Line“, sem
Gamla Bíó sýnir bráðum.
Tízkan er á okkur bandi.
Landsins beztu og fjölbreyttustu
prjónavörur. Sent gegn póstkröfu.
HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 2779.
atextlnn
ViS birtum hér samkvæmt beiðnuni
danslagatextann EYJAN HVÍTA eftir
Kristján frá Djúpalæk. Lag eftir Svavar
Bendiktsson. Vals þessi hlaut 2. verðlaun
í keppni „nýju dansanna“ lijá SKT 1955.
Þó litla, hvíta eyjan vor sé ekki
af akurjörð og dýrum málmi rík,
hún á því meir af fjallatign og frelsi,
og fegurð hennar virðist engu lík.
Og þó að stundum yrði hart um haga,
er hafísbreiður þöktu vík og fjörð,
hún varð í augum dætra’ og sona sinna,
er sólin skein, hið bezta land á jörð.
En líkt og fyr í öllum ævintýrum
hún álög þung af grimmum nornum hlaut.
Og prinsessgn varð blásnauð betlikerling,
og beizkar raunir féllu henni í skaut.
En vel skal sérhvert ævintýrið enda,
og enn fór hér, sem kusu vonir manns,
því kotungssonur kom og leysti hana,
og kóngsríkið og prinsessan varð hans.
Og því skal aðeins glaða söngva syngja,
þótt sólargangur styttist undir haust.
Það getur ekkert grandað því, sem ástin
fékk gróðursett og varið endalaust.
„Ég“, kallar ísland, eyjan jöklahvíta,
„í ykkar hendur framtíð mína sel.
En munið, börn, að stundum endar illa
margt ævintýri það, sem byrjar vel“.
Það tekur barn um það bil tvö ár
að læra að tala og milli 60 og 70 ár
að læra að þegja.
GULLSMIÐIR
Steinþór og Jóhannes,
Laugavegi 30. Sími 82209.
TRÚLOFUNARHRINGIR, 14 og 18
karata STEINHRINGIR, GULLMEN.