Samtíðin - 01.05.1956, Page 10

Samtíðin - 01.05.1956, Page 10
0 SAMTÍÐIN 5. Hún hefur reynzt eigingjörn úr hófi fram. 6. Hún hefur talað illa um fólk, einkum vinkonur sínar. 7. Hún hefur reynzt eyðslusöm og skuldað hér og hvar. 8. Hún drekkur. 9. Hún hefur reynzt uppvöðslusöm og vanið sig á það. 10. Hún er allt of rómantísk. Ameríski hj ónabandssérfræðingur- inn liafði tal af 5200 mönnum, sem yfirgefið höfðu unnustur sínar, vegna þess að þeir þoldu ekki fyrrnefnd ein- kenni i fari þeirra. Aðspurðir, hvern- ig þeir vildu, að eiginkonur þeirra væru, svöruðu þeir: ástúðlegar, lirein- skilnar, hispurslausar. IÐRANDI skrifar: „Kæra Freyja. Hvað á ég að gera? Eftir hálfs annars árs hjónband í fullkomnu samlyndi hefur okkur hjónunum lent voðalega saman. Það er rúm vika síðan, og ég er alveg miður mín. Við, sem aldrei höfðum látið styggðaryrði falla hvort til annars, rifumst þarna eins og hundar. Aðdróttununum ætla ég ekki að reyna að lýsa. Hann I)ar mér allt það versta á brýn, og þá missti ég alla stjórn á mér og sagði, að nú sæi ég reglulega eftir því, að ég skyldi ekki hafa gifzt manninum, sem ég hefði verið trúlofuð, áður en ég asnaðist til að giftast honum. Þessu hefði ég auð- vitað ekki átt að glopra út úr mér, því þegar hann heyrði það, stein- þagnaði hann, og þó við höfiun að Vel ldædd kona kaupir hattana hjá HATTAVERZLUN ÍSAFOLDAR H.F. Bára Sigurjónsdóttir, Austurstræti 14. Sími 5222. nafninu til samið frið, finn ég ósköp vel, að hann er allur annar en áður. Þú veizt ekki, livað ég iðrast eftir þetta reiðikast. Nú finnst mér ég hafa hagað mér svo heimskulega. Hvað á ég að gera ?“ SVAR: Ef þú getur ekki lagt hend- urnar um hálsinn á manninum þín- um, beðið hann fyrirgefningar og skýrt viðhorf þitt fyrir honum, skaltu skrifa honum hréf og tjá honum þar rólega og ástúðlega tilfinningar þín- ar. Ef þið hafið hingað'til lifað i full- kominni ástarsælu, ætti þessi demba ekki að þurfa að eitra framtíð ykkar. Mundu, að vorgróðurinn hefur gott af skini og skúrum á víxl. Þetta hlýt- ur að jafna sig. Þín Freyja. ic Osta-brauð 75 g rifinn ostur, 25 g shijör, 1 matskeið skorin steinselja og gras- laukur, 1 glas sherry eða ávaxtasafi, 3 egg. — Smjör, safi, ostur og græn- metið er brætt saman við hægan hita, og er hrært stöðugt í, þar til osturinn er bráðinn. Þá er eggjunum hellt, vel saman hrærðum, út í ostasósuna og hrært í, þar til hún fer að þykkna. Síðan er henni hellt vfir ristaðar hrauðsneiðar, og er þetta mjög ljúf- fengt. ÞÚSUNDIR íslenzkra kvenna lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. Sendið okkur áskriftarpöntunina neðst á bis. 2 strax í dag-, og við póst- sendum yður blaðið tafarlaust ásamt 1 eldri árgangi í kaupbæti. Kraftur hins sunnlenzka gróðurs býr í smjörinu og ostunum frá okkur. Mjólkurbú Flóamanna.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.