Samtíðin - 01.05.1956, Síða 12

Samtíðin - 01.05.1956, Síða 12
8 SAMTÍÐIN ■Siii! 207. SAGA SAMTÍÐARINNAR iliiliiilii Söngvarinn ÞEGAR ÉG fór til gamla þorpsins að spyrjast þar fyrir um einn af kunnustu þjóðlagasöngvurum okkar, sem látizt hafði nokkrum mánuðum áður, en varið hafði mörgum árum ævi sinnar til að safna hálfgleymd- um söngvum margra þjóða, var ég kynntur Mikjál gamla. „Er það liann Kormákur ungi, sem þú ætlar að spyrja um?“ sagði liann við mig. „Gott og vel. Sérðu litla hús- ið þarna skammt frá guðslnisinu? Þar var liann fæddur,“ sagði Mikjáll gamli. „Og skrítinn var gráthljóm- urinn í röddinni, þegar hann var fyrst lagður í vögguna sína. En þá tók eng- inn eftir honum, þvi þau voru alls tíu í fjölskyldunni.“ „Þekktirðu liann vel?“ spurði ég. „Vel?“ át karlinn eftir. „Nú, ég varð fyrstur til að flengja hann ær- lega, þegar liann fleygði steininum inn um eldhúsgluggann minn. Þetta var bannsettur hrekkjalómur. Ég þykist vita, að þú viljir vita, livernig á því stóð, að liann varð söngvari. Ef svo er, slcal ég segja þér það. Sérðu húsið þarna álengdar og þetta þarna og þetta og þetta?“ „Já, sagði ég og gat ekki varizt þvi að verða steinhissa. „Jæja, þetta eru nú sum liúsin, sem stúlkurnar áttu lieima í.“ „Hvaða stúlkur?“ spurði ég. „Allar stúlkurnar, sem hann var vanur að syngja fyrir, þegar hann var orðinn uppkominn og hafði feng- ið sér neðan í því!“ sagði Mikjáll. IJann hafði næmt auga fyrir fríðum og vel vöxnum stúlkum, vökult auga, mundu það. Sá var nú ekki einn af þessum unglingum, sem líklegir eru til að halda kyrru fyrir í lífinu.“ „En samt settist hann hér nú að,“ maldaði ég í móinn. „Ég lield nú síður!“ hrópaði karl- inn. „Var hann ekki maður, sem flæktist uím veröldina eftir vild og söng sig inn í hjörtu allra manna? Þetta var nú karl í krapinu, þegar liann var ungur — ekki þó harður úr hófi fram, nei, alls elcki, hara rétl til að gera hann skemmtilegri. Hann var vanur að líta liingað inn, þegar hann kom lieim af ökrunum, og þeg- ar liann var húinn að fá einn eða tvo væna snafsa á vetrarkvöldi úti í hæ, var liann vanur að reika út á dinnna götuna og syngja yndislegustu ásta- söngva, sem hægt er að lmgsa sér, til stúlknanna. Jæja, en eftir tímakorn urðu telp- urnar hálvondar yfir öllu saman. Ef liann hefði sungið fyrir eina stúlku eða segjum tvær, getur vel verið, að þær hefðu látið sér það vel líka. En allur þessi hópur! Það var nú einum of mikið.“ „Og hvernig íor svo að lokum?“ spurði ég. „Fór?“ kallaði Mikjáll gamli og sló á lærið. „Það er ckki furða, þó þú spyrjir! Stelpurnar urðu svo trylltar út af þessu, að þær liópuðu sig sam- an og liétu að veita lionum ærlega ráðningu. Svo var það eina nóttina, eftir að hann hafði labbað syngjandi eftir götunni, að þær settust allar nið-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.