Samtíðin - 01.05.1956, Page 17
SAMTÍÐIN
13
®W ' - ZDB. SAGA SAMTIÐARINNAR 1 ií ■
Ægileg nótt
BJAEMANA FRÁ ELDINUM bar
hátt við svart himinhvolfið. Dökkir
likamir dansandi negranna gljáðu i
eldskininu og mynduðu kynlega reik-
ular og ævintýralegar skuggamyndir
af glóðum og svörtu liörundi. Berg-
mál af truimbuslætti hljómaði
skrykkjótt í þögn frumskógarins.
Iðnir hnefar hófust og skullu í sí-
fellu taktfast á þanda bjórana í þess-
Um trumbum. Söngur kvennanna
ómaði ýmist livellur eða mjúkur á
öldum tónanna í næturkyrrðinni.
Loftið var þungt og dauðakyrrt og
vakti manni lclígju. Allt var mettað
óró og tryllingi þess frumstæðis, sem
einkennir hátíðasamkomur og næt-
Urdansa hjá Afríkunegrum, hvort
heldur er inni í fruunskógunum eða
í grennd við þorp þeirra . ..
Liðsforingjarnir þrír, sem sátu
þarna úti fyrir tjaldinu, höfðu góða
stund virt þennan sjónleik fyrir sér
steinþegjandi. Sá yngsti starði tindr-
andi, sóttlieitum augum á það, sem
fram fór, og hreifst með af trylltum,
háttbundnum hreyfingum dansend-
anna og þessum sífellda örvandi
hljómi, tamtam, tam, tamtam, sem
harst frá trumbunum.
Svo sneri liann sér að félögum
sínum og mælti:
,,Ed- þetta ekki furðulegt? Aldrei
hefði ég lialdið, að það gæti verið
svona hrífandi, beinlínis töfrandi. Ég
er sannarlcga feginn, að ég fór hing-
að með ykkur og mér veittist kostur
á að verða þess aðnjótandi. Þetta er
blátt áfram áfengt að vissu leyti, ef
þið skiljið, hvað ég á við. Eða hvað
segir þú, Hilton? En þú liefur nú
reyndar séð og lieyrt þetta svo marg-
oft áður, að það hefur sjálfsagt ekki
nærri eins mikil áhrif á þig og mig.“
„Víst hef ég séð það margoft áður,
en ég er alveg sammála þér um, að
það er stórkostlega lirífandi, og ég
þreytist aldrei á að horfa á þessi
frumstæðu hátíðahöld. Ef til vill er
það undirmeðvilund mín, leifar af
einhverri fjarlægri fortíð, sem vakn-
ar í brjósti mér og þráir að taka þátt
i þessu. Hvað veit ég um það? Hvað
segir þú um það, Smith? Þú virðist
ekki vera neitt sérlega hrifinn af öllu
þessu ?
Smith kapteinn leit upp. Hann var
foringi þessa fámenna leiðangurs,
hár maður og grannvaxinn, dökkur
á hörund, hertur af margra ára hita-
beltisvist, gagnkunnugur öllum kyn-
flokkum frumbyggjanna frá yztu
nesjum til innstu dala.
„Ég er alveg á sama máli og þið,
að það sé blátt áfram hrifandi að sjá
þá, sagði liann. „Það er hrífandi í
aðra röndina og hættulegt í hina.
Kenndir, sem maður liafði enga hug-
mynd um, vakna í brjósti manns.
I fyrsta sinn, sem ég horfði á þetta,
lá við sjálft, að illa færi fyrir mér,
og síðan hef ég gætt þess vandlega
að láta ekki heillast af því eins og
þá.“
„Þetta var fróðlegt að lieyra, en
livað áttu við með því, að þetta geti
orðið hætlulegt? Áttu við, að þeir
innfæddu kunni að æsa sig svo upp.